Tveggja milljóna tonna markinu náð

Í ársbyrjun var þeim áfanga náð í álveri Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð að heildarframleiðslumagn afurða fyrirtækisins náði tveimur millljónum tonna. Fyrsta kerið var ræst í aprílmánuði 2007, fyrir tæpum 7 árum síðan.

Í álverinu eru framleidd daglega um 950 tonn af áli í 336 kerum, en nánar má lesa um framleiðsluferlið á alcoa.is. Reiknað er með að heildarframleiðsla Alcoa Fjarðaáls verði um 350 þúsund tonn á þessu ári.  Samkvæmt starfsleyfi hefur fyrirtækið heimild til þess að framleiða allt að 360.000 tonnum af áli á ári.

Nánar er fjallað um þennan áfanga á heimasíðu Alcoa og Mbl.is


Sjá einnig