Jafnréttismál

Jafnréttismál

 

Öll íslensku álfyrirtækin leggja mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum út frá hæfni, reynslu og menntun. Fyrirtækin starfa öll eftir jafnréttisáætlunum sem ætlað er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum kynjanna. Á þetta við um rétt starfsmanna til starfa, kjara, aðstöðu, menntunar og setu í nefndum og ráðum. Laus störf í öllum hópum standa báðum kynjum jafnt til boða, enda er ekkert í vinnuumhverfinu sem hamlar því að bæði kynin vinni tiltekin störf. Töluverður munur er þó á kynjahlutföllum milli hópa og margir hópar eru eingöngu skipaðir öðru kyninu, sérstaklega í hópi iðnaðarmanna.

Í samræmi við starfsmannastefnu nútíma fyrirtækja segir í markmiðslýsingum álveranna að þau skuli vera fjölskylduvænir vinnustaðir. Lagt er upp úr því að hluti af þjónustu við starfsmenn standi fjölskyldum þeirra einnig til boða og áhersla lögð á að þeir séu til fyrirmyndar í sínu samfélagi og að störf þeirra eigi að efla samfélagið. Þá er talið æskilegt að kynjahlutfall verði sem jöfnust og að öll störf  henti jafnt konum sem körlum.

Í íslenskum álverum er rík áhersla lögð á að komið sé fram við alla starfsmenn á réttlátan hátt og reynt sé eftir föngum að stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækjanna. Fyrirtækin byggja á fjölbreytilegum bakgrunni og reynslu í hópi starfsmanna og telja mikilvægt að komið sé jafnt fram við alla starfsmenn. Af þessum sökum leggja íslensk álver áherslu á markviss samskipti, öfluga samvinnu og starfsánægju, að starfsmenn sýni hver öðrum virðingu og umburðarlyndi og skapi þar með jákvætt starfsumhverfi sem er laust við hvers kyns einelti og kynferðislega áreitni.

Sjá einnig