Öflun gjaldeyris undirstaða lífskjara

Öflun gjaldeyris undirstaða lífskjara

„Vandi okkar Íslendinga er of lítil gjaldeyrisframleiðsla,“ segir Pétur Blöndal þingmaður í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu.

„Við flytjum inn nánast allt sem við þurfum, bensín, bíla og hvaðeina. Til þess að borga það þurfum við að framleiða gjaldeyri og á það hafa menn ekki lagt nægilega mikla áherslu. Þetta er vandamál sem þarf að leysa á næstu fimm til tíu árum. Stórauka þarf útflutning, svo sem á hugbúnaði og iðnaðarframleiðslu, til þess að skapa gjaldeyri. Öflun gjaldeyris er undirstaða lífskjara okkar og við verðum að skapa hann sjálf en ekki taka hann að láni eins og við höfum gert síðustu áratugi.“


Sjá einnig