Stjórn Samáls í janúar 2016: Magnús Ásmundsson stjórnarformaður, Dagmar Ýr Stefánsdóttir varastjórn,…
Stjórn Samáls í janúar 2016: Magnús Ásmundsson stjórnarformaður, Dagmar Ýr Stefánsdóttir varastjórn, Sólveig Bergmann varastjórn, Pétur Blöndal framkvæmdastjóri, Ragnar Guðmundsson stjórnarmaður, Ólafur Teitur Guðnason varastjórn og Rannveig Rist stjórnarmaður.

Um Samál

Samtök álframleiðenda á Íslandi (Samál) eru hagsmunasamtök álfyrirtækja á Íslandi, stofnuð þann 7. júlí 2010.

Markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og efla upplýsingastreymi og fræðslu um áliðnaðinn.

Aðilar að Samtökum álframleiðenda geta orðið allir íslenskir álframleiðendur. Félagsmenn þurfa jafnframt að vera aðilar að Samtökum iðnaðarins. Stofnfélagar Samáls eru þrjú álframleiðslufyrirtæki; Rio TInto Alcan á Íslandi hf., Norðurál ehf. og Alcoa Fjarðaál sf.

Framkvæmdastjóri Samáls er Pétur Blöndal, netfang pebl@samal.is og farsími: 663-5300. Samál hefur aðsetur hjá Samtökum iðnaðarins í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík.


Sjá einnig