Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði

Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegs íþróttafólks á Austurlandi.

Sumarhátíð UÍA fór fram á Egilsstöðum dagana 10. – 12. júlí og við það tækifæri fór fram úthlutun úr styrktarsjóðnum Spretti. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði (excellence) að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins en UÍA um skipulag og utanumhald. Í úthlutunarnefndinni situr fólk frá bæði ÚÍA og Alcoa sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum.
 
Styrkúthlutunin vorið 2015 fór fram í Bragganum við Sláturhúsið laugardaginn 11. júlí en átti upphaflega að vera í Tjarnargarðinum. En þar sem veðurguðirnir voru skipuleggjendum ekki hliðhollir þennan dag var úthlutunin færð og höfð innandyra. Veðrið var svo orðið ljómandi gott þegar að grillveislunni kom svo gestir gátu átt skemmtilega stund saman fyrir utan Sláturhúsið.
 
Alls var úthlutað 1.285.000 krónum en eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

 
Iðkendastyrkir
Katrín Anna Halldórsdóttir, fimleikar, Höttur
Lísbet Eva Halldórsdóttir, fimleikar, Höttur
Embla Rán Baldursdóttir, skíði, Skíðafélagið í Stafdal
Ester Rún Jónsdóttir, frjálsar íþróttir, Þróttur
Anna Karen Viggósdóttir, körfubolti, Höttur
Atli Pálmar Snorrason, frjálsar íþróttir, Höttur
Elvar Veigur Ævarsson, körfubolti, Höttur
Þorvaldur Marteinn Jónsson, skíði, Þróttur
Jóhanna Gabríela Lecka, sund, Austri
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sund, Þróttur
Svanhildur Sól Sigurbjarnadóttir, sund, Austri
Steingrímur Örn Þorsteinsson, frjálsar íþróttir, Höttur
Helga Jóna Svansdóttir, frjálsar íþróttir, Höttur
 
Þjálfarastyrkir
Haraldur Gústafsson (þjálfun í bogfimi)
Björgvin Hólm Birgisson (snjóbretti)
Rósmundur Örn Jóhanss (golf)
 
Félagastyrkir
Ásinn
Hestamannafélagið Freyfaxi
Hestamannafélagið Blær
Frjálsíþróttaráð Hattar
Sunddeild Hattar


Sjá einnig