VHE orðið þekkt um allan heim

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um heim­inn.

Fyr­ir­tækið er um þess­ar mund­ir að vinna að stór­um verk­efn­um í Banda­ríkj­un­um og Persa­flóa. „Álheim­ur­inn er ekki svo stór. Það eru ein­ung­is um 130 ál­fyr­ir­tæki starf­andi í heim­in­um í dag, því er þetta frek­ar lít­ill heim­ur þar sem all­ir þekkja alla,“ seg­ir Unn­ar Steinn Hjalta­son, for­stjóri VHE, í sam­tali í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Fyrst í stað smíðaði fyr­ir­tækið eina og eina vél fyr­ir ál­fyr­ir­tæk­in en nú býður það heild­ar­lausn­ir þar sem jafn­vel hús­in eru byggð und­ir vél­arn­ar. Í VHE sam­stæðunni starfa 650 manns víðs veg­ar um landið. Unn­ar seg­ir að það vanti fleira fólk í all­ar helstu iðngrein­arn­ar og að fleiri kon­ur mættu sækja í at­vinnu­grein­ina.


Sjá einnig