Raforkuverð innan og utan landsteina

„Á fyrsta ársfjórðungi 2015, var vegið meðtaltal raforkuverðs sem íslensk álver greiða, samkvæmt helstu sérfræðingum CRU International, nánast það sama og meðalverð til frumframleiðslu á áli í heiminum, fyrir utan Kína.“ Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svarpistli Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls við opnu bréfi frá Katli Sigurjónssyni á Mbl.is.

Kvenréttindadeginum fagnað í Alcoa Fjarðaáli

Frá því álver Fjarðaáls tók til starfa hefur konum á Austurlandi verið boðið í síðdegiskaffi þann 19. júní til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Að meðaltali hafa um tvö hundruð konur mætt, þegið veitingar, hlustað á ræður og notið góðrar tónlistar. Þar sem nú eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarrétt var kvennaboðið í ár sérstaklega veglegt, og í tengslum við það var bæði kynning á átaki UN-Women og opnun ljósmyndasýningar sem nefnist Konur í álveri.

Hvað er vinna í verksmiðju?

„Hvað er vinna í verksmiðju?“ Það er spurningin sem Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls veltir fyrir sér í endahnútspistli á baksíðu Viðskiptablaðsins.

Líf og fjör í tjaldi atvinnulífsins

Hús atvinnulífsins flutti í Tjald atvinnulífsins í Vatnsmýrinni á fundi fólksins frá 11. til 13. júní og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

VHE orðið þekkt um allan heim

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um heim­inn. Ítarlega umfjöllun um fyrirtækið má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Ótvíræð arðsemi í orkuframleiðslu

Ótvíræð arðsemi orkuframleiðslu er yfirskriftin í Staksteinum Morgunblaðsins. En þar er vitnað í pistil Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls á Mbl.is.

Álver og raforkuverð á Íslandi

Þegar orkumarkaður á Íslandi er borinn saman við önnur lönd verður að líta á heildarmyndina. Á síðustu misserum hafa orðið miklar sviptingar á orkumörkuðum nærri okkur. Hið háa orkuverð sem sást gjarnan á árunum 2007 til 2012 hefur hopað á stórum svæðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls á Mbl.is.

Nýr rennilegri Samsung snjallsími verður sterkari vegna hágæða áls frá Alcoa

Í dag tilkynnti Alcoa að fyrirtækið muni sjá Samsung fyrir þolsterku hágæða áli sem er sérframleitt fyrir flugiðnaðinn, til þess að nota í nýjustu snjallsímana, Galaxy S6 og S6 edge.

Ný kynslóð Chevrolet Camaro

Meira ál er notað en áður í nýrri kynslóð Chevrolet Camaro. Ágúst Ásgeirsson fjallar um bifreiðina á Mbl.is.

Bein losun Alcoa minnkaði um 3 milljónir tonna 2014

Sjálfbærniskýrsla Alcoa 2015 er komin út í rafrænu formi og hefur hún að geyma upplýsingar varðandi efnahags-, umhverfis- og samfélagsmál fyrirtækisins á sl. ári.

Þjóðhagsleg staða og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012.

Þjóðhagsleg staða og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012.

Mikil gróska í kringum álverin

„Öfugt við það sem sumir halda eru íslensk álfyrirtæki ekki þrjú, heldur skipta þau hundruðum,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda í viðtali sem Sigmundur Ó. Steinarsson tók fyrir tímaritið Frjálsa verslun.

Heimsmarkaðurinn

Framleiðsla áls hefur aukist jafnt og þétt á síðastliðnum 120 árum. Árið 1900 voru framleidd 8 þúsund tonn af áli í heiminum en árið 2010 hafði frumframleiðsla áls í heiminum fimmfaldast og nam um 40 milljón tonnum. Hún rauf 50 milljóna tonna múrinn árið 2013.

Afurðirnar

Ál kemur víða við sögu í okkar daglegu tilveru. Um fjórðungur álnotkunar í heiminum fer til framleiðslu á ýmsum farartækjum. Svipað magn er notað til framleiðslu á neytendavörum og um fimmtungur áls fer til umbúðaiðnaðar.

Græni málmurinn

Ál er einstaklega vel fallið til endurvinnslu. Endurvinna má málminn aftur og aftur án þess að hann tapi eiginleikum sínum og gæði hans haldast óbreytt. Um það bil 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið síðan 1888 er enn í virkri notkun. Ál er af þessum sökum oft kallað græni málmurinn.

Framleiðsluferlið

Til að framleiða 1 kg af áli þarf 2 kg af súráli sem fengið er úr 4 kg af báxíti. Síðan þarf um 0,5 kg af kolefni og um 15,0 kW stundir af raforku.

Saga málmsins

Ál er léttmálmur og annar mest notaði málmurinn í heimi á eftir stáli. Ál er mjög létt og sterkt miðað við þyngd, það er fremur auðvelt í mótun og vinnslu, það leiðir vel rafstraum og varma og er mjög tæringarþolið. Ál er hægt að endurvinna aftur og aftur. Endurvinnanleiki málmsins hefur leitt til þess að um 75% alls áls sem framleitt hefur verið í heiminum enn í notkun í dag.

Kaflaskil hjá Landsvirkjun

Ljóst má vera að komið er að kaflaskilum í sögu Landsvirkjunar eftir farsæla uppbyggingu í 50 ár. Hörður Arnarson tók af öll tvímæli um það í gær að ef Landsvirkjun hefði verið stofnuð í dag, en ekki árið 1964, þá myndi Landsvirkjun leita aftur til áliðnaðarins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls, á Mbl.is.

Styrkur íslenskrar álframleiðslu

Vaxandi markaður fyrir ál í Evrópu og Bandaríkjunum. Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls í viðtali á Hringbraut.

Mikil verðmætasköpun í íslenskum orkuiðnaði

Ársfundur Samáls var haldinn þriðjudaginn 28. apríl í Hörpu og sóttu hátt í 200 manns fundinn. Þar voru flutt fróðleg erindi um stöðu áliðnaðar, framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Raforkuskattur ekki framlengdur

Raforkuskattur verður ekki framlengdur, en hann rennur út í lok árs 2015. Fjallað er um yfirlýsingu fjármálaráðherra þess efnis á ársfundi Samáls í Fréttablaðinu. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára til að koma til móts við ríkissjóð á erfiðum tímum og var það liður í samkomulagi stóriðjufyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Skatturinn var framlengdur til þriggja ára árið 2012.

Horft til áratuga í áliðnaðinum

Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Norðuráls, segir að innan fárra ára geti Landsvirkjun greitt 30-40 milljarða króna í arð á hverju ári, miðað við óbreytt orkuverð. Til samanburðar sé veiðigjald í sjávarútvegi um 10-15 milljarðar.

Öflun gjaldeyris undirstaða lífskjara

Stórauka þarf útflutning, svo sem á hugbúnaði og iðnaðarframleiðslu, til að skapa gjaldeyri. Pétur H. Blöndal alþingismaður er í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu.

Verðlaun verða til

Samál styrkti gerð verðlaunagripsins í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór 19.-21. apríl á Akureyri. Garðar Eyjólfsson hönnuður og fagstjóri vöruhönnunar við LHÍ hannaði gripinn úr endurunnu áli og var hann smíðaður hjá Málmsteypunni Hellu. Hér má sjá myndband frá gerð gripsins.

Stór samningur HRV við Hydro í Noregi

Íslenska verkfræðistofan annast verkfræðiráðgjöf og verkefnastjórnun í tengslum við byggingu tilraunakerskála í álveri Hydro í Karmøy í Noregi, samkvæmt frétt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Auðlindir Íslands og hinn almenni borgari

„Ég rifja upp, að stærstu virkjanir okkar, allar með tölu, voru reistar í krafti þess, að langtímasamningar náðust um nýtingu orkunnar til iðnaðar eða stóriðju.“ Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra samgöngu- og ferðamála fjallar um þjóðhagslegan ávinning af orkuiðnaði í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Enginn titill

Umhverfið og álið

Áliðnaður á Íslandi er í fremstu röð í heiminum hvað umhverfismál varðar. Hér á landi er eingöngu notuð endurnýjanleg orka til álframleiðslunnar. Þar sem svo háttar til losa álver og vatnsaflsorkuver sex til níu sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum en álver og orkuver sem brenna jarðefnaeldsneyti.

Mótvægisaðgerðir

Við ákvörðun Evrópusambandsins um losunarheimildir fyrir álver sem tóku gildi frá árinu 2013 er tekið mið af frammistöðu þeirra 10% álvera í Evrópu sem best standa sig í þessum efnum og eru íslensku álverin öll í þeim hópi.

Hrein orka

Nær öll raforkuframleiðsla hér á landi er byggð á endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslensku álfyrirtækin þrjú kaupa langmest af þeirri raforku sem framleidd er á Íslandi eða hátt í 80%.

Vinnustaðirnir

Alls starfa liðlega 2.000 manns fyrir áliðnaðinn á Íslandi. Í kringum 40% þeirra sem starfa í íslenskum álverum hafa háskóla-, tækni- og eða iðnmenntun. Auk þess hljóta starfsmenn víðtæka þjálfun hjá fyrirtækjunum eftir að þeir hefja störf.

Öryggi, þjálfun og heilsa

Áliðnaðurinn hér á landi stendur mjög framarlega í öryggismálum. Mikil áhersla er lögð á öryggis- og heilsutengd málefni í allri starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að koma í veg fyrir slys og meiðsli á starfsfólki.

Jafnréttismál

Öll íslensku álfyrirtækin leggja mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum út frá hæfni, reynslu og menntun. Fyrirtækin starfa öll eftir jafnréttisáætlunum sem ætlað er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum kynjanna.

Samfélagsmál

Álverin þrjú, hvert á sínum stað, eru öll burðarásar atvinnulífsins á sínu svæði. Sú staða leggur þeim ríkar skyldur á herðar þegar kemur að stuðningi við nærsamfélagið. Öll verja þau háum fjárhæðum til samfélagsmála.

Álið léttir Jaguar XF

Áhuga­menn um ál við bíl­smíði hafa ástæðu til að fagna því að 80% af yf­ir­bygg­ingu og und­ir­vagni nýs Jagu­ars XF eru úr þeim málmi. Ágúst Ásgeirsson fjallar um bifreiðina á Mbl.is.

Mikil gróska í íslenskum áliðnaði

Fjallað er um nýsköpun og stefnumótun álklasans á Íslandi í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls, samtaka álframleiðenda, sem birtist í nýjasta tölublaði Vélabragða, tímarits nemenda í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ.

Raforka á „tombóluverði“?

Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Pétur Blöndal fjallar um arðsemi orkuiðnaðar í aðsendri grein í Fréttablaðinu.

Stóriðjustörf skemmtileg og fjölbreytt

Esther Gunnarsdóttir, Eyrún Linnet og Sunna Björg Helgadóttir starfa í álverinu í Straumsvík. Þær eru í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag.

Framúrskarandi fyrirtæki skiptir um eigendur

Fjölskyldufyrirtækið rótgróna J.R.J. verktakar,sem vinnur talsvert fyrir álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík, var selt um áramótin. Kaupendurnir eru Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, og fyrirtækið Járn og blikk.

Erindi Rannveigar Rist á ráðstefnu um samfélagsábyrgð

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Samtök atvinnulífsins, stóðu þann 23. janúar fyrir ráðstefnunni: „Fyrirtæki og samfélagið - sameiginlegur ávinningur.“ Rio Tinto Alcan á Íslandi er eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að stofnun Festu. Rannveig Rist var meðal frummælenda á fundinum og fer erindi hennar hér á eftir.

Útskrift Stóriðjuskóla Rio Tinto Alcan

Rio Tinto Alcan á Íslandi útskrifaði í dag átjánda námshópinn úr grunnnámi Stóriðjuskólans sem fyrirtækið hefur starfrækt í rúm sautján ár eða frá árinu 1998.

Skilvirkni næst fram með þekkingu á nýsköpun

Álverin eru mjög ströng á að allar vottanir og staðlar séu í lagi, segir Hjörtur Cýrusson deildarstjóri hjá Ísfelli í samtali við iðnaðarblaðið Sleggjuna.

Eftirminnilegasta viðtal ársins

Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Afar langsótt er að kalla þetta tombóluverð því að þetta sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð en 25,8 dollara (nánar tiltekið 34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls, á Mbl.is.

Vanda­mál en líka tæki­færi framund­an

Mikilvægt er að horfa til fjár­fest­ing­ar til framtíðar í nýj­um fyr­ir­tækj­um og byggja und­ir út­flutn­ings­geir­ann. Mbl.is talaði við aðila úr framleiðslu- og tæknigeiranum um áramót.

Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Forseti Íslands afhenti sérsmíðaðan verðlaunagrip úr áli frá Straumsvík og eina milljón króna.

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Sigurður Oddsson starfsmaður Norðuráls einn þeirra sem hafa gjörbreytt stöðu sinni á vinnumarkaði með því að taka þátt í vottuðum námsleiðum

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun endurskoða rafmagnssamning

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun hafa samið um breytingu á orkuafhendingu sem endurspeglar betur orkuþörf álversins í Straumsvík.

Framtíðarsýn Álklasans til ársins 2020

Á stefnumótunarfundi Álklasans í Borgarnesi í apríl 2014 var mótuð framtíðarsýn til ársins 2020. Um 40 fyrirtæki og stofnanir drógu upp mynd af framtíðarlandslaginu og helstu áskorunum fram að þeim tíma. Hér má lesa niðurstöðurnar í útgáfu Samáls og Samtaka iðnaðarins.

Hvers virði er ál sem hráefni fyrir Austurland?

Ráðstefna með yfirskriftina Ál á Austurlandi haldin á Breiðdalsvík föstudaginn 28. nóvember.