Sprotafyrirtæki stofnað um álmæli

Samstarfssamningur við Norðurál vegna þróunar á greiningarbúnaðinum.

Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknarseturs

Undirbúningur er hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Viljayfirlýsing um það var undirrituð á ársfundi Samáls.

Hversu þungt vegur álið? – Ársfundur Samáls 2014

„Hversu þungt vegur ál?“ er yfirskrift ársfundar Samáls í Hörpu að morgni þriðjudags 20. maí. Á fundinum verður fjallað um horfur í áliðnaðinum og verðmætasköpun fyrir samfélagið allt.

Íslenskt ál í nýjum Mercedes Benz C-Class

Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að hluti þess er framleiddur á Íslandi.

Stefna mörkuð fyrir álklasann á Íslandi

Undanfarið hefur verið unnið að stofnun samstarfsvettvangs um álklasa hér á landi. Er fyrirmyndin meðal annars sótt til Kanada þar sem klasastarf hefur skilað fyrirtækjum í áliðnaðinum miklum virðisauka. Óhætt er að segja að það hafi markað tímamót þegar fulltrúar um 40 fyrirtækja og stofnana komu saman í Borgarnesi á tveggja daga fundi í byrjun apríl til að móta stefnu og framtíðarsýn álklasans á Íslandi. Pétur Blöndal fjallar um álklasann í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Stefna mótuð fyrir álklasann

Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir mótuðu framtíðarsýn álklasans á tveggja daga stefnumótunarfundi í Borgarnesi.

Vaxandi markaður í farartækjum

Norsk Hydro fjárfestir 20 milljarða í álplötuframleiðslu í Grevenbroich. Bílaframleiðendur leita nýrra leiða til að létta bíla með áli og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Flóknari vörur og meiri virðisauki

Rio Tinto Alcan skiptir úr álbörrum yfir í álstengur.

Minni hætta á að missa þann stóra

Fossdalur framleiðir fluguveiðihjól úr áli frá Alcoa.

Tækifærin mikil fyrir íslenskan áliðnað

Norðurál stærsti atvinnurekandi á Vesturlandi. Ragnar Guðmundsson forstjóri segir árangur fyrirtækisins í umhverfis- og öryggismálum á heimsmælikvarða.

Álbylting með nýja pallbílnum frá Ford

Engin fordæmi fyrir slíkri eftirspurn eftir áli í bílaiðnaðinum.

Rio Tinto Alcan tilnefnt til menntaverðlauna

Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í fyrsta sinn. Metnaðarfullt fræðslustarf er lykilþáttur í starfsemi fyrirtækisins.

Einarsson veiðihjólið í 2. sæti í bandarískri úttekt

Sérstaðan fólgin í hönnuninni og efninu sem er sérblandað ál keypt frá Alcoa í Bandaríkjunum.

Tveggja milljóna tonna markinu náð

Tæp sjö ár frá því fyrsta kerið var ræst hjá Alcoa Fjarðaáli.

Fyrstu skref samstarfsvettvangs um álklasa

Undirbúningshópur að samstarfsvettvangi um álklasa hittist í fyrsta skipti í fundaraðstöðu Samtaka iðnaðarins og Samáls fimmtudaginn 13. nóvember.

Aukin eftirspurn í pípunum

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri samtaka álframleiðenda, Samáls, segir að greiningaraðilar spái því flestir að álverð á heimsmarkaði muni fara heldur hækkandi á þessu ári og næstu árum. Rætt er við hann í fréttaskýringu Kristjáns Jónssonar í Morgunblaðinu.

Milljarða framkvæmdir hafnar hjá Norðuráli

Norðurál undirritaði í dag verksamning við ÍAV um byggingu 1600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga.

Ráðherra kom í bakið á álfyrirtækjum

Pétur Blöndal hóf störf hjá Samáli í sumar en Pétur hefur verið einn þekktasti blaðamaður landsins og starfaði lengi á Morgunblaðinu. Í viðtali í Viðskiptablaðinu er hann gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í skattamálum og segir umræðu um arðsemi Landsvirkjunar hafa verið villandi.

Álbirgðir að dragast saman á Vesturlöndum

Fjallað er um stöðu íslensks áliðnaðar, eftirspurn eftir áli, álverð og birgðasöfnun í viðamikilli fréttaskýringu Harðar Ægissonar í Morgunblaðinu.

Álklasinn fær bronsmerkingu frá Evrópuskrifstofu

Framkvæmdastjóri Samáls tekur við bronsmerkingu íslenska álklasans frá Evrópuskrifstofu í klasagreiningu.

Vel heppnuð ráðstefna um hönnun úr áli

Hönnunarráðstefnan Al+ um tækifæri í hönnun og áliðnaði var vel sótt, en þar var því velt upp hvaða möguleikar fælust í frekari framleiðslu á áli hér á landi fyrir íslensk fyrirtæki og hvernig nýta mætti íslenska álframleiðslu sem drifkraft til nýsköpunar.

Ráðstefnan 13Al+ um tækifæri í álframleiðslu á Íslandi

Fyrirlesarar frá Bang & Olufsen, Production Leap, Alcoa og háskólasamfélaginu.

Langar að stuðla að sátt um áliðnaðinn

„Ég kem inní þetta starf sem útivistarmaður og náttúruunnandi. Ég efast ekki um að meðal þeirra 5000 manna sem hafa lífsviðurværi sitt beint og óbeint af álframleiðslu séu margir nátturuunnendur." Pétur Blöndal nýráðinn framkvæmdastjóri Samáls er í viðtali hjá Fjarðaálsfréttum, sem gefnar eru út af Alcoa, og segist talsmaður þess að ganga varlega um náttúruna og nýta hana skynsamlega.

Pétur Blöndal ráðinn framkvæmdastjóri Samáls

Pétur Blöndal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samáls. Hann hefur störf í næsta mánuði.

Hægrimenn og stóriðja

Stóriðjan er ein þriggja meginstoða í öflun gjaldeyris, sem er okkur lífsnauðsyn. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, birtir grein í Morgunblaðinu í dag.

Rangfærslur í "bréfi til Sigurðar Inga" leiðréttar

Í dag hefur á vefsíðum flogið hátt bréf Guðbjartar Gylfadóttur, íslensks starfsmanns Bloomberg í New York, til Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra. Við snögga yfirferð er hægt að benda á eftirfarandi villur og rangfærslur.

Fjarri sanni að álfyrirtækin nýti sér skattalöggjöfina með óeðlilegum hætti

Það er fjarri öllu sanni að álfyrirtækin nýti sér skattalöggjöfina með óeðlilegum hætti og afar leitt að Ríkisútvarpið skuli ýja að slíku í umfjöllun sinni.

Breytt umfang straumhækkunar

Álverið í Straumsvík mun að sinni stefna að því að auka framleiðslugetu úr 190 þúsund tonnum á ári í u.þ.b. 205 þúsund tonn, eða um 8% í stað 20% eins og upphaflega var stefnt að með fjárfestingarverkefni því sem nú stendur yfir.

Góður árangur í umhverfismálum

Kröfur til Norðuráls einhverjar þær ströngustu í heiminum. Rannsóknur eru gerðar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðilum.

Áhugaverðar staðreyndir um íslenskan áliðnað 2012

Árið 2012 greiddi áliðnaðurinn rúmlega 60 þúsund reikninga fyrir innlendar vörur og þjónustu, samtals að upphæð 40 milljarða króna, fyrir utan raforkukaup. Yfir 700 innlend fyrirtæki nutu góðs af þessu. Innlend útgjöld áliðnaðar námu samtals rúmlega 100 milljörðum króna, eða sem samsvarar 275 milljónum króna á degi hverjum. Þetta er meðal þess sem finna má í upplýsingablaði sem gefið var út í tengslum við ársfund Samáls árið 2013.

Áhrif framkvæmda við Kárahnjúka og Fjarðaál óveruleg á þenslu áranna 2004-2007

Á ársfundi Samáls gerðir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Samáls, áhrif framkvæmda við Kárahnjúka og Fjarðaál á íslenskt efnahagslíf á árunum 2004 til 2007 að umtalsefni.

Fjölmörg ónýtt tækifæri í álvinnslu

Innlend útgjöld áliðnaðar hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári er þau námu liðlega 100 milljörðum króna. Þetta kom fram í máli Magnúsar Þórs Ásmundssonar, formanns Samáls, á ársfundi samtakanna sem nú fer fram á Grand Hótel.

60 þúsund reikningar - 100 milljarða króna útgjöld - Viðskipti við yfir 700 fyrirtæki á Íslandi

Á ársfundi Samáls sem haldinn var á Grand Hótel í dag var fjallað um hagræn áhrif íslenska áliðnaðarins á samfélagið.

Aukin jákvæðni í garð áliðnaðar á Íslandi

Tæplega 61% landsmanna eru jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi.

Viðhorfskönnun Capacent til áliðnaðar á Íslandi í janúar 2013

Tæplega 61% landsmanna eru jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi. Þetta er nokkur aukning frá síðustu könnun, er tæp 56% aðspurðra sögðust jákvæð gagnvart áliðnaði á Íslandi.

1.400 tonnum af búnaði landað í Straumsvík

Um er að ræða síðustu sendingu á alls 3.000 tonnum af búnaði vegna uppfærslu á þurrhreinsistöðvum, sem hreinsa útblástur frá kerskálum álversins.

Hillary Clinton sendi forstjóra Alcoa Fjarðaáls heillaóskir

Í kjölfar þess að forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Janne Sigurðsson, hlaut nýlega bandarísku Stevie-gullverðlaunin, sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, hefur Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sent Janne heillaóskir.

Engin eitrun í beinum dýra þrátt fyrir meiri flúor

Engin merki eru um flúoreitrun í beinum grasbíta í Reyðarfirði þrátt fyrir hækkun á flúorgildi í grasi sl. sumar, sem kom til vegna bilunar í mengunarvarnarbúnaði Fjarðaáls. Þetta sýna niðurstöður rannsókna dýralækna á beinsýnum.

Helga Arnalds hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Helga Arnalds, brúðuleikari og myndlistarkona, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2012. Forseti Íslands afhenti verðlaunin í Iðnó í dag; áletraðan grip úr áli og eina milljón króna.

Milljarða framkvæmdir hafnar hjá Norðuráli

Norðurál undirritaði í dag verksamning við ÍAV um byggingu 1600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga. Samningurinn er fyrsti áfangi í fimm ára fjárfestingarverkefni Norðuráls þar sem markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári.

Svartnætti eða björt framtíð ? - Þróun og horfur í áliðnaði

Hagdeild Landsbankans gaf nýverið út greiningu á framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samáls segir niðurstöðuna sæta furðu.

2,7 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi

Álverið í Straumsvík hefur úthlutað í þriðja sinn á árinu úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Norðurál fær ISO 9001 gæðavottun

Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls á Grundartanga hefur verið vottað samkvæmt ISO 9001 staðlinum

Rio Tinto Alcan á Íslandi: Aðkeypt verkfræðiþjónusta fyrir 11 þúsund milljónir

Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur á tæpum fjórum árum, þ.e. frá árinu 2009 til dagsins í dag, keypt þjónustu af íslenskum verkfræðistofum fyrir um 11 þúsund milljónir króna.

Villandi samanburður í skýrslu McKinsey

Samanburður í nýlegri skýrslu McKinsey á framleiðni raforkuframleiðslu hér á landi og í Noregi er afar villandi og beinlínis rangur að mati Samáls. Aðeins er stuðst við eitt ár í samanburðinum, árið 2010. Það ár var engan veginn lýsandi fyrir norskan raforkumarkað sökum óvenju hás raforkuverðs. Þetta kemur fram í svari Samáls við spurningu sem sett var fram á Spyr.is. Spurningin var svohljóðandi: "Hverju svara álverin um að verð á orku sé of lágt eins og þarna kemur fram?"

Milljarða fjárfestingaáform hjá Norðuráli

Verkefni fyrir á annan tug milljarða eru teikniborðinu hjá Norðuráli á Grundartanga. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi, og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Norðuráls.

Álverð hækkar á nýjan leik

Álverð hefur farið hækkandi á nýjan leik að undaförnu eftir nær samfellda lækkun frá því í byrjun mars á þessu ári.

Sjálfboðaliðar á vegum Fjarðaáls taka til hendinni

Hópur sjálfboðaliða á vegum Fjarðaáls, yfir 70 manns, tók sig saman um síðustu helgi til að vinna að endurbótum á íþróttasvæði Þróttar í Neskaupstað.

Léttum byrðarnar – Vegvísir að minni losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu 2050

Í mars 2011 gaf Evrópusambandið út „Vegvísi að samkeppnishæfu, kolefnislágu hagkerfi 2050.“ Af því tilefni gáfu Evrópusamtök álframleiðenda út sambærilegan vegvísi fyrir áliðnað er ber nafnið „Léttum byrðarnar“. Samál hefur nú gefið þennan bækling út hér á landi.

Fjarðaál fagnar fimm ára afmæli

Á þessum fimm árum hafa starfsmenn fyrirtækisins framleitt um 1,6 milljónir tonna af áli og nemur útflutningsverðmæti þess um 400 milljörðum króna.