Ársfundur Samáls 2017

Málmurinn sem á ótal líf

Ársfundur Samáls 2017 verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu að morgni 11. maí undir yfirskriftinni Málmurinn sem á ótal líf.

Fjallað verður um mikilvægi áliðnaðar fyrir efnahagslífið á Íslandi og umfang endurvinnslu áls í hnattrænu samhengi. Samhliða ársfundinum verður sýning á Jagúar, en ál hefur löngum verið í öndvegi við framleiðslu þeirra bíla og hóf BL nýverið sölu á þeim. Þá verður Minkurinn til sýnis, smáhjólhýsi sem er íslensk hönnun og til stendur að framleiða úr áli. Boðið verður upp á morgunverð og að fundi loknum verða kaffiveitingar.

Fundarstjóri er Dagmar Ýr Stefánsdóttir. 

Dagskrá


8:00:  Morgunverður

8:30:  Ársfundur

  • Rannveig Rist stjórnarformaður Samáls
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra
  • Ron Knapp framkvæmdastjóri World Aluminium
  • Erna Gísladóttir forstjóri BL
  • Bryndís Skúladóttir forstöðumaður framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins
  • Kolbeinn Björnsson frumkvöðull
  • Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls

 10:00  Kaffispjall að loknum fundi.

 

Skráning á ársfund Samáls 2017

Vinstri dálkur
Hægri dálkur