Viðburðir

Menntadagur atvinnulífsins 2024 - Göngum í takt

Menntadagur atvinnulífsins er árlegur viðburður þar sem menntamál eru í brennidepli. Fundurinn er haldinn í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 09:00 - 10:30.

Íþyngjandi regluverk á færibandi yfirskrift framleiðsluþings SI í Hörpu 25. janúar

Íþyngjandi regluverk á færibandi er yfirskrift Framleiðsluþings SI sem fer fram í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 25. janúar kl. 15.00-16.30.

Hvert stefnir áliðnaðurinn í loftslagsmálum? Umræðuþáttur í Sjónvarpi atvinnulífsins.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, ræðir um loftslagsmál við Sigríði Guðmundsdóttur sérfræðing Isal í kolefnisjöfnun og Guðlaug­ Bjarka Lúðvíks­son fram­kvæmda­stjóra ör­ygg­is-, um­hverf­is- og um­bóta­sviðs hjá Norðuráli.

Nýsköpun, sjálfbærni og loftslagsmál á ársfundi Samáls

„Hring eftir hring eftir hring,“ var yfirskrift ársfundar Samáls sem haldinn var í Norðurljósum Hörpu á fimmtudaginn 25. maí. Áhersla var lögð á nýsköpun, sjálfbærni og loftslagsmál.

Loftslagsmál og sjálfbærni á Nýsköpunarmóti Álklasans 28. mars í Háskólanum í Reykjavík

Loftslagsmál og sjálfbærni verða í öndvegi á Nýsköpunarmóti Álklasans sem haldið verður þriðjudaginn 28. mars í Háskólanum í Reykjavík.

Græn vegferð í áliðnaði

„Græn vegferð í áliðnaði“ var yfirskrift ársfundar Samáls 2022 sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 31. maí. Fjallað var um stöðu og horfur í áliðnaði og leiðina að kolefnishlutleysi fyrir íslensk álver.

Nýsköpunarmót Álklasans miðvikudaginn 30. mars í Háskóla Íslands

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 30. mars kl. 14-16. Dagskrá er fjölbreytt að vanda þar sem gefin verður innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu.

Kosningafundur SI í beinni útsendingu frá Norðurljósum

Kosningafundur SI með forystufólki stjórnmálaflokkanna verður í beinni útsendingu frá Norðurljósum í Hörpu í dag miðvikudaginn 8. september kl. 13.00-15.00.

Sækjum tækifærin saman - opinn fundur um uppbyggingu í grænum orkusæknum iðnaði

Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins efna til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu og í beinu streymi fimmtudaginn 24. júní kl. 14.00-15.00.

Hvað er að frétta af súrefnisspúandi álverum

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík hélt áhugaverðan fyrirlestur um súrefnisspúandi álver í dag. Hér má hlýða á erindið.

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í HR þriðjudaginn 16. mars

Nýsköpunarmót Álklasans fer fram í beinu streymi þriðjudaginn 16. mars kl. 14.00-15.30 frá Háskólanum í Reykjavík.

Horft til tækifæra í nýsköpun í umhverfis- og loftslagsmálum á Framleiðsluþingi í Hörpu

Yfirskrift Framleiðsluþings SI 2020 er Áskoranir og tækifæri í íslenskum framleiðsluiðnaði. Þingið verður haldið í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 12. febrúar kl. 14.00.

Íslensk raforka – ávinningur og samkeppnishæfni

Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um íslenska raforkumarkaðinn miðvikudaginn 16. október í Hörpu kl. 8.30–10.00.

Innlendur kostnaður álvera 86 milljarðar

„Ál er hluti af lausninni“ var yfirskrift vel sótts ársfundar Samáls sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 9. maí. Hér má fræðast um fundinn og hlýða á erindin.

Sögur verða til á Nýsköpunarmóti Álklasans

Snjallvæðing, bætt orkunýting og nýjar tæknilausnir eru á meðal þess sem rætt verður á Nýsköpunarmóti Álklasans, sem haldið verður í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14 þriðjudaginn 19. mars. Hér má fræðast um dagskrána og skrá sig.

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður að morgni miðvikudagsins 17. október í Hörpu

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður 17. október í Hörpu Norðurljósum frá 8.30-12. Veitt verða umhverfisverðlaun atvinnulífsins. Guðrún Þóra Magnúsdóttir forstöðumaður hjá Rio Tinto á Íslandi ræðir um Loftslagsvænt sérmerkt ál í málstofu um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál.

Becromal og PCC heimsótt í haustferð Álklasans

Fullbókað var í árlega ferð Álklasans sem að þessu sinni var farin til Húsavíkur og Akureyrar. Yfir 50 þátttakendur nutu gestrisni fyrirtækjanna PCC og Becromal, hlýddu á fróðleik um fyrirtækin og skoðuðu verksmiðjurnar.

Álklasar Íslands og Kanada taka upp formlegt samstarf

Álklasar Íslands og Kanada hafa gert með sér samning um aukið samstarf milli klasanna. Lögð er áhersla á að efla samstarf á sviði viðskiptatengsla, rannsókna og fræðslu.

Húsfyllir á #Endurvinnumálið á afmælisopnun Hönnunarmars

Fullt var út úr dyrum í Hafnarhúsinu á sýningunni #ENDURVINNUMÁLIÐ á opnun afmælishátíðar Hönnunarmars í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fjögur hönnunarteymi skapa nytjahluti úr álinu sem safnaðist í endurvinnsluátaki sprittkerta. Sýningin stendur yfir til 25. mars.

Sýningin #Endurvinnumálið á afmælisopnun Hönnunarmars

Eftir vel heppnað söfnunarátak áls í sprittkertum opnar sýning í Listasafni Reykjavíkur undir yfirskriftinni #Endurvinnumálið. Fjögur hönnunarteymi sýna nytjahluti úr endurunnu áli sem framleiddir eru af Málmsteypunni Hellu. Einnig er varpað ljósi á flokkun og endurvinnslu áls á Íslandi.

Ný tækni, orkunýting og rekstrarumbætur á Nýsköpunarmóti Álklasans

Fjölbreytt verkefni voru kynnt á vel sóttu Nýsköpunarmóti Álklasans og fengu fjórir nemendur hvatningarviðurkenningu. „Rannsóknar- og þróunarstarfsemi leggur grunn að nýrri tækni, orkunýtingu og rekstrarumbótum,“ sagði Guðrún Sævarsdóttir forseti tækni- og verkfræðideildar HR.

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið 22. febrúar í Háskólanum í Reykjavík

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14-16 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M105, og er það öllum opið. Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn.

Menntun og þjálfun starfsmanna í menntafyrirtæki ársins 2017

Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri, ræða menntun og þjálfun starfsmanna og hverju það skilar á morgunfundi í Húsi atvinnulífsins 7. nóvember.

Fullt hús á „heilavænlegri“ mannauðsráðstefnu Fjarðaáls

Fullt hús er á ráðstefnu Fjarðaáls í Valaskjálfi sem ber yfirskriftina Mannauðsstjórnun Okkar á milli og þakkar Fjarðaál almenningi þann mikla áhuga sem ráðstefnunni hefur verið sýndur. Hér má fræðast um metnaðarfulla dagskrá ráðstefnunnar sem haldin er í tilefni 10 ára afmælis Fjarðaáls.

Málmurinn sem á ótal líf Ársfundur Samáls 2017

„Málmurinn sem á ótal líf“ var yfirskrift ársfundar Samáls 2017 sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 11. maí. Hér má lesa umfjöllun um fundinn og horfa á samantekt og einstakar ræður sem haldnar voru á ársfundinum.

Horfur betri fyrir þetta ár

„Í raun er ótrúlegt hugsa til þess hversu stórt efnahagslegt spor álfyrirtækjana er,“ sagði Rannveig Rist stjórnarformaður Samáls í ræðu á vel sóttum ársfundi Samáls í morgun.

Sýningin Element á Hönnunarmars í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík heldur Hönnunarmars hátíðlegan og býður til sýningar í höfuðstöðvum sínum í samstarfi við Samál, málmsteypuna Hellu og fleiri aðila. Sýningarstjórn er í höndum Eyjolfsson.

Vel heppnað Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í dag fyrir fullum hátíðarsal í Háskóla Íslands. Flutt voru erindi og örkynningar um rannsóknir og nýsköpun í Álklasanum, hugmyndagátt var hleypt af stokkunum og afhjúpuð álgrind í fyrsta raðframleidda íslenska bílnum.

Nýsköpunarmót Álklasans á fimmtudag í Háskóla Íslands

Margt fróðlegra erinda verður flutt á Nýsköpunarmóti Álklasans í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. febrúar. Þá verða örkynningar um rannsóknar- og nýsköpunarverkefni. Hleypt verður af stokkunum hugmyndagátt og afhjúpað íslenskt farartæki.

Skipulegt umbótastarf í umhverfismálum skilar árangri

Lean and Green er yfirskrift ráðstefnu Samtaka iðnaðarins og Manino um umhverfismál sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 23. janúar kl. 8.30-12.30 í stofum M215 og M216. Á meðal fyrirlesara verður Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls.

Framtíðarverkefni Álklasans með litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun en þar fór Guðbjörg H. Óskarsdóttir klasastjóri yfir þau verkefni sem klasinn hefur verið að vinna að síðustu 11 mánuði síðan hann var stofnaður í júní 2015. Hér má lesa viðtal við hana sem birtist á vefsíðu Viðskiptablaðsins.

Grunnstoð í efnahagslífinu – fjölmennt á ársfundi Samáls 2016

Íslensk álver keyptu vörur og þjónustu fyrir um 30 milljarða í fyrra af hundruðum íslenskra fyrirtækja. Álverin framleiddu rúm 858 þúsund tonn af áli og álafurðum og alls námu útflutningsverðmætin um 237 milljörðum.

Innlend útgjöld álvera á Íslandi um 92 milljarðar

Innlend út­gjöld ál­vera á Íslandi námu um 92 millj­örðum í fyrra. Þá voru útflutningstekjur áls 237 milljarðar eða um 38% af vöruútflutningi þjóðarinnar. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Þórs Ásmundssonar stjórnarformanns Samáls á ársfundi Samáls í morgun, en fjallað var um það á Mbl.is.

Grunnstoð í efnahagslífinu - Ársfundur Samáls 18. maí

Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 18. maí næstkomandi. Boðið verður upp á morgunverð frá 8:00, en fundurinn hefst 8:30. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Fundinum lýkur 10:00 og verður þá boðið upp á kaffi og pönnukökur - af pönnum frá Málmsteypunni Hellu.

Áskoranir í efnisfræði á málstofu í HR

Áskoranir í efnisfræði er yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík um efnisfræði og orkuumbreytingu mánudaginn 2. maí. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. Þetta er þriðja málstofan af fjórum og er fundaröðin styrkt af samfélagssjóði Alcoa.

Áskoranir í efnisfræði - ál, orka og umhverfi

Málstofa um efnisfræði í sjálfbærri álframleiðslu verður haldin fimmtudaginn 7. apríl kl. 9 í stofu M209. Málstofan er liður í eflingu efnisfræði og efnisverkfræði sem fræðigreina hér á landi.

Heimsókn í Íslandsstofu

Íslandsstofa býður Álklasanum í kaffispjall 23. september kl: 15:00 og kynnir Íslandsstofa þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði. Einnig verður kynnt fyrirhugað verkefni sem lýtur að kortlagningu klasans, þ.m.t. verðmætasköpun og útflutningstækifærum.

Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls

„Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls,“ er yfirskrift doktorsvarnar Rauan Meirbekova í Háskólanum í Reykjavík, sem fram fer 3. september kl. 14:00 í stofu V102.

Málstofa um áframvinnslu á áli

Fimmtudaginn 20. ágúst verður málstofa um áframvinnslu á áli í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi verður stefnt saman við frumkvöðla þar sem rætt verður um hráefnið ál og möguleika þess.

Heimsókn frá álsamtökum í Evrópu

Samtök álframleiðenda í Evrópu hittast tvisvar á ári og bera saman bækur sínar. Vorfundur samtakanna fór að þessu sinni fram á Íslandi þann 30. júní. Daginn eftir flaug hluti fundarmanna austur á land og heimsótti Alcoa Fjarðaál, auk þess að skoða Kárahnjúkavirkjun og Skriðuklaustur. Punturinn yfir i-ið var að rekast á stóran hreindýrahóp á heimleiðinni.

Álklasinn formlega stofnaður

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.

Líf og fjör í tjaldi atvinnulífsins

Hús atvinnulífsins flutti í Tjald atvinnulífsins í Vatnsmýrinni á fundi fólksins frá 11. til 13. júní og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

Mikil verðmætasköpun í íslenskum orkuiðnaði

Ársfundur Samáls var haldinn þriðjudaginn 28. apríl í Hörpu og sóttu hátt í 200 manns fundinn. Þar voru flutt fróðleg erindi um stöðu áliðnaðar, framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Verðlaun verða til

Samál styrkti gerð verðlaunagripsins í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór 19.-21. apríl á Akureyri. Garðar Eyjólfsson hönnuður og fagstjóri vöruhönnunar við LHÍ hannaði gripinn úr endurunnu áli og var hann smíðaður hjá Málmsteypunni Hellu. Hér má sjá myndband frá gerð gripsins.

Hvers virði er ál sem hráefni fyrir Austurland?

Ráðstefna með yfirskriftina Ál á Austurlandi haldin á Breiðdalsvík föstudaginn 28. nóvember.

Stefnumót um nýsköpun í áliðnaði

Stefnumót um þarfir og lausnir sem snúa að framþróun og verðmætasköpun í áliðnaði 18. nóvember nk.

Hversu þungt vegur álið? – Ársfundur Samáls 2014

„Hversu þungt vegur ál?“ er yfirskrift ársfundar Samáls í Hörpu að morgni þriðjudags 20. maí. Á fundinum verður fjallað um horfur í áliðnaðinum og verðmætasköpun fyrir samfélagið allt.

Stefna mótuð fyrir álklasann

Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir mótuðu framtíðarsýn álklasans á tveggja daga stefnumótunarfundi í Borgarnesi.

Ráðstefnan 13Al+ um tækifæri í álframleiðslu á Íslandi

Fyrirlesarar frá Bang & Olufsen, Production Leap, Alcoa og háskólasamfélaginu.