Grunnstoð í efnahagslífinu - Ársfundur Samáls 18. maí

Grunnstoð í efnahagslífinu - Ársfundur Samáls 18. maí

Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 18. maí næstkomandi undir yfirskriftinni Grunnstoð í efnahagslífinu. Boðið verður upp á morgunverð frá 8:00, en fundurinn hefst 8:30.

Dagskrá


8:00:  Morgunverður

8:30:  Ársfundur

  • Ál er mikilvægara en nokkru sinni fyrr 
    Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarformaður Samáls
     
  • Ávarp  Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra
     
  • Energy Drives Aluminium into the Future
    Kelly Driscoll, sérfræðingur frá greiningarfyrirtækinu CRU
     
  • Efnisverkfræði á Íslandi – horft til framtíðar 
    Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR
     
  • Breytingar á evrópskum orkumarkaði – áhrif þeirra á samkeppnishæfni Íslands 
    Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG
     
  • Carbonated Drinks Love Aluminium 
    Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells

Fundinum lýkur 10:00 og verður þá boðið upp á kaffi og pönnukökur af íslenskum pönnum, ásamt forvitnilegri sýningu á fleiri hlutum úr smiðju Málmsteypunnar Hellu, en það fjölskyldufyrirtæki hefur um áratuga skeið framleitt hluti úr áli sem ýmist er endurunnið eða frumframleitt hér á landi.

Hér má sjá myndskeið um hönnun verðlaunagrips í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem unninn var í samstarfi Garðars Eyjólfssonar lektors við LHÍ og Málmsteypunnar Hellu.

Hér má sjá umfjöllun um ársfund Samáls í fyrra og hér er myndskeið með stuttri samantekt.

Hér geturðu skráð þig á fundinn.

Sjá einnig