Skipulegt umbótastarf í umhverfismálum skilar árangri

Lean Green er yfirskrift ráðstefnu Samtaka iðnaðarins og Manino um umhverfismál sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 23. janúar kl. 8.30-12.30 í stofum M215 og M216. Á meðal fyrirlesara verður Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls, en yfirskrift erindisins er: Skipulegt umbótastarf í umhverfismálum skilar árangri. Fundarstjóri verður Bryndís Skúladóttir hjá Samtökum iðnaðarins. 

Dagskrá: 

Sustainability Lessons from the Front Lines of Lean and Green Companies

- Kelly Singer, Lean Green Institute
Green Lean - with focus on waste as a resource
- Svanborg Guðjónsdóttir, University College of Northern Denmark (UCN)
Shit happens and what to do with it?
- Búi Bjarmar Aðalsteinsson, BSF Production
Skipulegt umbótastarf í umhverfismálum skilar árangri
- Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa
Það sem ég tala um þegar ég tala um loftslagsmál
- Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg
Learning to see the 7 Green Wastes
- Kelly Singer, Lean Green Institute
Samantekt
- Pétur Arason, Manino

Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins

Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum.

Í tengslum við ráðstefnuna verður haldin vinnustofa þar sem Kelly Singer og Svanborg Guðjónsdóttir fara dýpra ofan í saumana á lean green og hugtökum eins og circular economy, green stream mapping, sjö tegundir umhverfissóunar ásamt því að spila kolefnisjöfnunarleik. Vinnustofan er frá 13.00-16.00 og kostar 20.000 kr.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá lean@manino.is og bryndis@si.is.


Sjá einnig