Ráðstefnan 13Al+ um tækifæri í álframleiðslu á Íslandi

Ráðstefnan 13Al+ um tækifæri í álframleiðslu á Íslandi

Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 28. ágúst kl. 13-17 í Arion Banka, Borgartúni 19.

Ræðumenn eru á meðal þeirra fremstu á sviði viðskipta, álframleiðslu og hönnunar. Þeirra á meðal er Johannes Torpe, listrænn stjórnandi hjá Bang & Olufsen, Rosa Garcia Pineiro framkvæmdastjóri umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismála í frumframleiðslu Alcoa og Hans Reich, framkvæmdastjóri Production Leap. Ekkert þátttökugjald, skráning í fullum gangi, tryggðu þér sæti!

Árlega eru um 800 milljón tonn af áli framleidd á Íslandi (þar sem orka til framleiðslu kemur úr vatnsaflsvirkjunum). Stór hluti framleiðslunnar er fluttur úr landi sem hráál til frekari meðhöndlunar og framleiðslu.

Á ráðstefnunni verður m.a. leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða möguleikar felast í frekari framleiðslu á áli hér á landi fyrir íslensk fyrirtæki? Hvernig mætti nýta íslenska álframleiðslu sem drifkraft til nýsköpunar?

Dagskrá

Kl. 13:00-13:15 | Ráðstefnan sett

Pétur Blöndal forstjóri SAMÁL og fundarstjóri ráðstefnunnar býður gesti velkomna.

13:15 | Kynning á verkefninu 13Al+ Garðar Eyjólfsson og Dag Holmgren, verkefnastjórar 13Al+ Garðar Eyjólfsson hönnuður og er jafnframt aðjúnkt við Listaháskóla Íslands. Dag Holmgren er hönnuður og professor í iðnhönnun við Jönköping School of Engineering.

13:30 | Nýsköpun og hönnun sem drifkraftur í viðskiptum Jan Stavik, framkvæmdastjóri hönnunarráðs í Noregi Jan Stavik hefur gengt stjórnunar- og markaðsstörfum fyrir norsk og alþjóðleg fyrirtæki á borð við Univelever, Coca-Cola, Royal Caribbean Cruise Line og EAC-KiMS Ltd. (Malasíu). Stavik álítur hönnun sem drifkraft í nýsköpun og viðskiptum.

14:00 | Umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi Rosa Garcia Pineiro, framkvæmdastjóri umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismála í frumframleiðslu Alcoa Rosa Garcia Pineiro ber ábyrgð á Íslandi sem framleiðslusvæði. Alcoa sem er þriðji stærsti álframleiðandi í heimi rekur Fjarðarál, Reyðarfirði.

14:30 | Kaffihlé

15:00 | Ál sem efniviður í hönnun Johannes Torpe, hönnuður og listrænn stjórnandi Bang & Olufsen Johannes Torpe er einn af fremstu hönnuðum Dana. Torpe er þekktur fyrir djarfa, frumlega og framúrstefnuleg hönnun sem spannar frá grafískri hönnun til innanhús- og húsgagnahönnunar. Torpe starfar bæði á vinnustofu sinni í Beijing og sem listrænn stjórnandi hjá Bang & Olufsen, þar sem hann notar ál í framleiðslu á hágæða sjónvarps og hljómflutningstækjum

15:30 | Samantekt – Efniviður, ferli, iðnaður Hans Reich, framkvæmdastjóri Production Leap Hans Reich rekur Production Leap, þróunarverkefni fyrir minni og meðal stór fyrirtæki sem byggir á hugmyndarfræði um Lean production aðferðafræði sem byggir á þeirri hugmynd að horfa fram hjá öllu nema því sem skiptir verulegu máli og viðhalda verðmætum með minni vinnu. Reich hefur starfað fyrir bílaframleiðendur á borð við Saab og Volvo, einnig hefur Reich starfað sem fagstjóri við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg.

16:00 | Panelumræður Þátttakendur: Jan Stavik, Rosa Garcia Pineiro, Johannes Torpe, Hans Reich og Garðar Eyjólfsson

16:30 | Mótttaka og opnun á 13Al+ sýningunni Á sýningunni verða frumgerðir hönnuðanna sem tóku þátt í 13Al+ verkefninu. Þeir eru Sigga Heimis, Katrín Ólína, Snæbjörn Stefánsson, Garðar Eyjólfsson og Þóra Birna.

Fundarstjóri: Pétur Blöndal, forstjóri SAMÁL

Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar. Eftir ráðstefnuna verður móttaka í andyri Arion banka, sýningarsal 13Al+. Skráning á ráðstefnuna fer fram hér.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjórum 13Al+ Garðari Eyjólfssyni eyjolfsson@eyjolfsson.com og Dag Holmgren dag@dhdesign.se.

13Al+ er sam-norrænt og þverfaglegt samstarfsverkefni á milli íslenskra hönnuða og sænskra álframleiðslufyrirtækja sem hófst 2012 og gengur útá að skoða frekari möguleika sem felast í álframleiðslu á Íslandi.

Fimm íslenskir hönnuðir Sigga Heimis, Þóra Birna, Snæbjörn Stéfánsson, Garðar Eyjólfsson og Katrín Ólína fóru til Möbelriket og Design Region Småland í Svíþjóð þar sem þau öðluðust frekari verkkunnáttu á áli. Þá þekkingu nýttu hönnuðurnir síðar í samstarfi við íslenska og sænska framleiðendur.

Fyrstu eintök af vörum hönnuðana voru kynntar á Stockholm Design Week 2013 ogsíðar á HönnunarMars 2013. Ráðstefna þessi er síðasti áfangi verkefnisins.

Sjá einnig