Vel heppnað Nýsköpunarmót Álklasans

Vel heppnað Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í dag fyrir fullum hátíðarsal í Háskóla Íslands. Flutt voru erindi og örkynningar um rannsóknir og nýsköpun í Álklasanum, hugmyndagátt var hleypt af stokkunum og afhjúpuð álgrind í fyrsta raðframleidda íslenska bílnum. Hér má sjá myndir frá viðburðinum. 

Nýsköpunarmótið árlegur viðburður

„Það var gam­an að sjá hversu marg­ir mættu á fyrsta Ný­sköp­un­ar­mót Álklas­ans, en lagt er upp með að það verði ár­leg­ur viðburður,“ sagði Pét­ur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri Sa­máls og stjórn­ar­maður í Álklas­an­um, í viðtali á Mbl.is og í Morgunblaðinu.

„Með viðburðum á borð við þenn­an er lagður grund­völl­ur að rann­sókn­um, ný­sköp­un og tækniþróun í Álklas­an­um. Mörg spenn­andi verk­efni voru kynnt, bæði verk­efni sem eru á frum­stigi og eins verk­efni sem þegar hafa skilað ár­angri.“

Að Ný­sköp­un­ar­mót­inu standa ásamt Álklas­an­um, Há­skóli Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík, Sa­mál og Sam­tök iðnaðar­ins.

Álklasinn eflir tengslanet frumkvöðla

„Eitt eftirtektarverðasta erindið var flutt af Karli Ágústi Matthíassyni sem er einn frumkvöðlanna í DTE, sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu búnaðar sem mælir stöðu kerskála í rauntíma,“ sagði Pétur ennfremur í viðtalinu.

„Karl útlistaði hvernig tengslanetið byggðist smám saman upp og að hvert púsl skipti máli í þeirri mynd, allt frá því drög voru lögð að grunnhugmyndinni hjá Eflu, samstarfi við álverin, stuðningi frá Klak Innovit og síðan var verkefnið hýst hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Loks er unnið að innleiðingu þess hjá Norðuráli. Fleiri komu að verkefninu á ýmsum stigum og þetta er einmitt grunnhugmyndin að baki klasasamstarfinu – að stytta boðleiðir og veita framfaramálum brautargengi.“

Fyrsti raðframleiddi íslenski bíllinn

Ari Arnórsson, verkefnastjóri Ísar, afhjúpaði grind og undirvagn úr áli, sem verður í fyrsta raðframleidda íslenska bílnum. Hér má sjá umfjöllun um afhjúpunina í fréttum Stöðvar 2. 

„Þetta verður umhverfisvænn bíll sem hannaður er fyrir íslenskar aðstæður og ætti að nýtast ferðaþjónustunni og björgunaraðilum mjög vel. Grindin er úr áli sem gerir bílinn léttari en gefur ekkert eftir í öryggi og gæðum,“ sagði Ari í samtali við Morgunblaðið. 

Hugmyndagátt hleypt af stokkunum

Mótinu lauk með því að Guðbjörg Óskarsdóttir klasastjóri opnaði hugmyndagátt Álklasans með verkefnatillögum sem tengja saman háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki í Álklasanum.

Boðið var upp á léttar veitingar og gefst þátttakendum gott tækifæri til að ræða málin og skapa ný tengsl. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.

Hér má sjá frétt Viðskiptablaðsins með upptalningu á þeim örkynningum sem haldnar voru og hér má heyra viðtal í þættinum Í bítið sem tekið var við Guðbjörgu Óskarsdóttur klasastjóra Álklasans og Hilmar Braga Janusson sviðsstjóra Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands (1:23:20). 

Sjá einnig