Styrktaraðilar og nemendur við afhendingu hvatningarviðurkenninga á Nýsköpunarmóti Álklasans: Brynja…
Styrktaraðilar og nemendur við afhendingu hvatningarviðurkenninga á Nýsköpunarmóti Álklasans: Brynjar Bragason Eflu, Gunnar Sverrir Gunnarsson Mannviti, Sigrún Helgadóttir Norðuráli, Dagmar Ýr Stefánsdóttir Alcoa Fjarðaáli, Ásmundur Hálfdán, Jóhanna Lóa, Ragnar Loki, Lingxue Guan, Guðrún Sævarsdóttir Háskólanum í Reykjavík sem tók við viðurkenningu fyrir Kamaljeet Singh, Birna Pála Kristinsdóttir Isal og Guðbjörg Óskarsdóttir Álklasanum og Tæknisetri.

Hvatningarviðurkenningar á sviði áltengdrar nýsköpunar

Á Nýsköpunarmóti Álklasans í gær voru veittar hvatningarviðurkenningar og styrkir til nemendaverkefna sem þóttu standa fram úr á sviði áltengdrar nýsköpunar, en það hefur tíðkast frá árinu 2018. Áherslur á snjallvæðingu og grænar lausnir voru áberandi í þeim verkefnum sem tilnefnd voru og kallast það vel á við áherslu iðnaðarins um þessar mundir. Nemendurnir sem fengu viðurkenningu í ár voru:

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Háskólanum í Reykjavík:

Hönnun á stafrænum tvíbura fyrir málmflæði hjá Alcoa Fjarðaáli með áherslu á búnað og gögn.

Kamaljeet Singh, Háskólanum í Reykjavík:

Grunnrannsóknir á rafgreiningu með eðalskautum.

Jóhanna Lóa Ólafsdóttir og Ragnar Loki Ragnarsson, Háskóla Íslands:

Nýr umhverfisvænn kragasalli

Lingxue Guan, Háskóla Íslands:

Að samþætta öfluga osmósu með föngun CO2 fyrir raforkuframleiðslu og kolefnisbindingu. 

Stuðningsaðilar hvatningarviðurkenninganna voru að þessu sinni, Alcoa Fjarðaál, Efla, Íslandsstofa, Landsbankinn, Mannvit, Norðurál, , Rio Tinto á Íslandi, Samál, Samtök iðnaðarins og Tæknisetur.

 

Fyrri verðlaunahafar:

2021:

Aðalsteinn Bragason, Ingvar Birgir Jónsson og Sverrir Ólafsson, Stóriðjuskóla Isal: 

Straummælingar skauta framkvæmdar úr skautskiptitækjum.

Áslaug Guðmundsdóttir, Háskóla Íslands:

Straummælingar forskauta í kerskálum álvera.

Berglind Höskuldsdóttir, Háskólanum í Reykjavík:

Innleiðing á rauntímaefnagreiningu í kerskála álvers.

Diljá Heba Petersen, KTH og Háskóla Íslands:

Í átt að hringrásarhagkerfi: Meðhöndlun úrgangs í íslenskum orkufrekum iðnaði.

Sarah Elizabeth Di Bendetto, Háskólanum í Reykjavík:

Hermun á loftstreymi og varmaflutningi undir yfirbyggingu rafgreiningarkers fyrir álframleiðslu.

 

2019

Caroline Mary Medion, Háskólanum í Reykjavík:

Bætt straumnýtni hjá lághita rafgreiningu á áli með lóðréttum eðalrafskautum.

Diljá Heba Petersen, Háskóla Íslands:

Endurnýtingarmöguleikar slaggs frá kísiljárnframleiðslu.

Eymar Andri Birgisson, Háskólanum í Reykjavík:

Sjálfvirknivæðing á kerviðgerðum með tölvusjón.

Hinrik Már Rögnvaldsson, Háskóla Íslands:

Flokkunarmódel planaðrar áltöku.

 

2018

Kevin Dillman, Háskóla Íslands:

LCA greining á íslenskri álframleiðslu. 

Leó Blær Haraldsson, Háskólanum í Reykjavík:

Hitaveita með varmaendurvinnslu frá Fjarðaál, fýsileikagreining. 

Matthías Hjartarson, Háskólanum í Reykjavík:

Uppbygging á tauganeti fyrir greiningu á raflausnarleifum á dökku yfirborði í raunumhverfi.

Regína Þórðardóttir, Háskóla Íslands:

Kortlagning á framleiðsluúrgangi sem fellur til innan áliðnaðar.


Sjá einnig