Hildur Guðna­dóttir hlaut Bjart­sýnis­verð­launin 2019

Eitt um­svifa­mesta tón­skáld ársins, Hildur Guðna­dóttur, hlaut rétt í þessu Ís­lensku bjart­sýnis­verð­launin fyrir árið 2019. Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, af­henti verð­launa­gripinn á­samt einni milljón í verð­launa­fé við há­tíð­lega at­höfn á Kjarvals­stöðum í dag.

Hér er fjallað um Hildi og verðlaunaafhendinguna í Fréttablaðinu. 

Þetta er í tuttugasta skipti sem Bjart­sýnis­verð­launin eru af­hent en upp­hafs­maður þeirra var danski at­hafna­maðurinn Peter Bröste en ISAL ál­verið í Straums­vík hefur verið bak­hjarl verð­launanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. For­seti Ís­lands hefur frá upp­hafi verið verndari verð­launanna.


Sjá einnig