Íslensk raforka – ávinningur og samkeppnishæfni

Íslensk raforka – ávinningur og samkeppnishæfni

Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um íslenska raforkumarkaðinn miðvikudaginn 16. október í Hörpu kl. 8.30–10.00. Horft verður til þjóðhagslegs ávinnings af raforkuframleiðslu á Íslandi og mikilvægi þess að efla samkeppnishæfnina. Orkumál eru hluti af atvinnustefnu fyrir Ísland og verður á fundinum farið yfir uppbyggingu raforkumarkaðarins að undanförnu, samanburð við nágrannaríki og skoðað hvernig bæta megi rekstrarskilyrði í raforkumálum einstakra atvinnugreina.

  • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Ole Løfsnæs, sérfræðingur í raforkumálum hjá Norsk Industri
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri
  • Jóhannes Felixson, bakarameistari og eigandi Jóa Fel
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 


Sjá einnig