Óvissa um eft­ir­spurn eft­ir áli

Veirufar­ald­ur­inn hef­ur gríðarleg áhrif á markaði fyr­ir álaf­urðir ál­ver­anna. Eft­ir­spurn, einkum bíla­fram­leiðenda, hef­ur hríðfallið. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, en vísað er í hana hér á Mbl.is. 

„Þetta er for­dæma­laus staða á mörkuðum og það virðist ein­kenna þessa krísu að það er hvergi skjól að finna. Þetta ræðst bæði á fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­hliðinni. Evr­ópu­markaður er lyk­il­markaður fyr­ir ís­lenska álfram­leiðslu og þar má gera ráð fyr­ir að það hafi áhrif á eft­ir­spurn eft­ir áli þegar eft­ir­spurn minnk­ar eft­ir bif­reiðum og öðru vegna þess að fólk held­ur að sér hönd­um á svona tím­um. Það eru þegar far­in að sjást merki um það,“ seg­ir Pét­ur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda.

„Grein­ing­araðilar hafa spáð því að þetta muni hafa áhrif á verð á áli til lækk­un­ar. Það hafa verið erfið skil­yrði á álmörkuðum síðustu ár þannig að það hitt­ir ál­ver­in fyr­ir á vond­um tíma en lands­lagið er að skýr­ast.“

Álver­in þrjú hafa öll gripið til aðgerða til að minnka smit­hættu í verk­smiðjun­um, að því er fram kem­ur í Morgu­blaðinu í dag.

Sjá einnig