Nýsköpunarmót Álklasans var haldið þriðjudaginn 16. mars í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík. Að mótinu standa Álklasinn, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök iðnaðarins og Samál.
Ekkert lát er á eftirspurn áls í heiminum. Nú þegar hagkerfi heimsins taka við sér á ný sér merki þess þegar á álverði, sem er um tæplega 30% hærra en á sama tíma í fyrra. Og jákvæð tíðindi tíðindi bárust frá Straumsvík með orkusamningi Isal og Landsvirkjunar.