Ari Eld­járn á Bessa­stöðum ásamt for­set­an­um og Rann­veigu Rist, for­stjóra ál­vers­ins í Straums…
Ari Eld­járn á Bessa­stöðum ásamt for­set­an­um og Rann­veigu Rist, for­stjóra ál­vers­ins í Straums­vík.

Hvatn­ing til að leita út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann - Ari Eldjárn fær bjartsýnisverðlaunin

Grín­ist­inn Ari Eld­járn seg­ir í samtali við Morgunblaðið að Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­in sem hann hlaut í gær hvetji hann til að leita út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og halda áfram að sinna ný­sköp­un.

„Þetta kom mér skemmti­lega á óvart,“ seg­ir Ari, spurður út í verðlaun­in. „Þetta hvet­ur mann til að gera eitt­hvað sem er ekki al­veg inni í þæg­ind­aramm­an­um því mín vinna sem grín­isti og uppist­and­ari er rosa­lega mik­il ný­sköp­un en hún get­ur staðnað mjög hratt.“

Hann seg­ir skemmti­legt að vera kom­inn í hóp fjöl­breyttr­ar flóru lista­manna sem hef­ur hlotið bjart­sýn­is­verðlaun­in. Hild­ur Guðna­dótt­ir kvik­myndatón­skáld hlaut verðlaun­in í fyrra en á meðal annarra sem hafa tekið við verðlaun­un­um eru frænka Ara, rit­höf­und­ur­inn Sigrún Eld­járn, Friðrik Þór Friðriks­son kvik­mynda­gerðarmaður og Garðar Cortes, sem vann þau fyrst­ur manna árið 1981, á fæðing­ar­ári Ara.

Hér má lesa fréttina á Mbl.is. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. For­seti Íslands, hr. Guðni Th. Jó­hann­es­son, af­henti verðlaun­in, sem eru áletraður grip­ur úr áli frá ISAL í Straums­vík og ein millj­ón króna í verðlauna­fé. 

Bjart­sýn­is­verðlaun­in eru menn­ing­ar­verðlaun sem hafa verið af­hent ár­lega frá ár­inu 1981. Upp­hafsmaður þeirra var danski at­hafnamaður­inn Peter Bröste en ISAL ál­verið í Straums­vík hef­ur verið bak­hjarl verðlaun­anna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. For­seti Íslands hef­ur frá upp­hafi verið vernd­ari verðlaun­anna.

Í dóm­nefnd Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­anna eru Þór­unn Sig­urðardótt­ir, Magnús Geir Þórðar­son, Rann­veig Rist og Örn­ólf­ur Thors­son.

 

Sjá einnig