Loftslagsáætlun kynnt í samfélagsskýrslu og grænu bókhaldi ISAL

Loftslagsáætlun kynnt í samfélagsskýrslu og grænu bókhaldi ISAL

Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL er komið út fyrir árið 2018.

Þar kemur m.a. fram að vinnu lauk við að undirbúa jafnlaunavottun og uppskar ISAL gullmerki PwC 2018 fyrir árangur á því sviði. ISAL gerði loftslagsáætlun sem miðar að því að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda utan ETS-kerfisins. Þá voru sjö af heimsmarkmiðum SÞ gerð að sérstökum áhersluatriðum í rekstri ISAL. 

Árið 2018 var krefjandi ár í rekstri ISAL. Álverð var lágt á sama tíma og hráefnaverð hefur verið mjög hátt og afkoma fyrirtækisins eftir því. Hins vegar gekk framleiðslan afar vel og nýtt framleiðslumet var slegið í Straumsvík. Framleiðsla kerskála var 212.091 tonn en steypuskáli framleiddi 227.723 tonn.

Í skýrslunni er að finna ítarlega umfjöllun um fólkið í Straumsvík, þá nýsköpunarhugsun sem fyrirtækið tileinkar sér, samfélagsmál og styrki auk efnahagslegra þátta. Eftir sem áður eru umhverfismálin og árangursvísar í umhverfismálum veigamestu þættir skýrslunnar.

 Skýrsluna má finna hér

Sjá einnig