Umhverfið

Græni málmurinn

Ál er einstaklega vel fallið til endurvinnslu. Endurvinna má málminn aftur og aftur án þess að hann tapi eiginleikum sínum og gæði hans haldast óbreytt. Um það bil 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið síðan 1888 er enn í virkri notkun. Ál er af þessum sökum oft kallað græni málmurinn.

Umhverfið og álið

Áliðnaður á Íslandi er í fremstu röð í heiminum hvað umhverfismál varðar. Hér á landi er eingöngu notuð endurnýjanleg orka til álframleiðslunnar. Þar sem svo háttar til losa álver og vatnsaflsorkuver sex til níu sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum en álver og orkuver sem brenna jarðefnaeldsneyti.

Mótvægisaðgerðir

Við ákvörðun Evrópusambandsins um losunarheimildir fyrir álver sem tóku gildi frá árinu 2013 er tekið mið af frammistöðu þeirra 10% álvera í Evrópu sem best standa sig í þessum efnum og eru íslensku álverin öll í þeim hópi.

Hrein orka

Nær öll raforkuframleiðsla hér á landi er byggð á endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslensku álfyrirtækin þrjú kaupa langmest af þeirri raforku sem framleidd er á Íslandi eða hátt í 80%.