Álframleiðsla og samkeppnishæfni iðnaðarins á Íslandi voru í brennidepli á ársfundi Samáls sem haldinn var á Hilton Nordica þann 27. maí sl. Þar lýsti Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra yfir eindregnum stuðningi við íslenska álframleiðslu sem hluta af grænni framtíðarsýn fyrir hagkerfið.
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskipta...
Fyrirtækin í áliðnaði á Íslandi eru þrjú og þar starfa liðlega 2.000 manns. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má gera ráð fyrir að tæplega 5.000 manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu á Íslandi með beinum hætti eða um 2,4% af vinnuafli.
Álver á Íslandi keyptu vörur og þjónustu fyrir um 61 milljarð árið 2022 og er þá raforka undanskilin. Á síðustu árum hafa þessi viðskipti að jafnaði numið um 22 til 40 milljörðum á ári. Það skapar hundruðum íslenskra fyrirtækja rekstrargrundvöll. Álver þurfa stöðugar fjárfestingar til að viðhalda samkeppnishæfni sinni og fjárfestu álverin fyrir yfir 277 milljarða á árunum 2011 til 2021.