Rannveig Rist hélt erindi undir yfirskriftinni Jafnrétti bætir árangur.
Rannveig Rist hélt erindi undir yfirskriftinni Jafnrétti bætir árangur.

Ávinningur fyrir reksturinn að setja jafnréttismál í forgrunn

 
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi var með áhugavert erindi á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar 14. október undir yfirskriftinni Jafnrétti bætir árangur.
 
Rannveig hefur verið forstjóri ISAL í Straumsvík í hartnær 25 ár en hún var fyrsta konan sem var ráðin forstjóri stórfyrirtækis á Íslandi. Frá því Rannveig tók við starfi forstjóra hafa jafnréttismál verið í forgangi og í erindi sínu fjallar hún um ávinninginn af því fyrir reksturinn að setja jafnréttismál í forgrunn og um áskoranir og leiðir við að ná fram fullu jafnrétti kynjanna.
 

Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Morgunblaðsins.

Verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði ráðstefnuna og á meðal fyrirlesara voru Sunna Dóra Einarsdóttir, meðeigandi og fjármálastjóri Deloitte, Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko, Jón Björnsson forstjóri Origo, Hildur Sigurðardóttir mannauðsstjóri RÚV, Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq, Þórey Vilhjálmsdóttir eigandi og ráðgjafi hjá EMPOWER og Eliza Reid forsetafrú. 

Hér má sjá ráðstefnuna. 

 

Sjá einnig