Á myndinni má sjá aðal- og varamenn í stjórn Samáls. 

Frá vinstri:  Bjarni Már Gylfason, Rannveig…
Á myndinni má sjá aðal- og varamenn í stjórn Samáls. Frá vinstri: Bjarni Már Gylfason, Rannveig Rist, Sólveig Kr. Bergmann, Pétur Blöndal, Gunnar Guðlaugsson, Vigdís Diljá Óskarsdóttir og Fernando Costa

Pétur Blöndal kveður

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls sat sinn síðasta stjórnarfund þann 21. mars sl. en hann var ráðinn til samtakanna árið 2013.  Pétur hverfur nú til annarra starfa, en landsmenn munu innan tíðar sjá hann á öðrum vettvangi þar hann er nú að vinna að ljóðaþáttum fyrir RUV ásamt Evu Marínu Jónsdóttur. 

Það er næsta víst að stuðlum og höfuðstöfum fækkar nú á skrifstofu Samáls en sem kunnugt er þykir Pétur einstaklega hagmæltur og sér í lagi ef tekið til tillit til ungs aldurs. Samál þakkar Pétri farsælt starf í þágu álframleiðenda og óskar honum alls hins besta á nýjum lendum. 

Sjá einnig