Spáir besta ári frá upphafi

Þetta ár verður að óbreyttu það besta í sögu áliðnaðar á Íslandi enda ekki út­lit fyr­ir annað en að ál­verð verði áfram sögu­lega hátt.

Þetta seg­ir Ein­ar Þor­steins­son, for­stjóri Alcoa Fjarðaáls og stjórn­ar­formaður Sam­taka álfram­leiðenda, Sa­máls, í samtali við Morgunblaðið og bend­ir á sam­keppn­is­for­skot ís­lenskra ál­vera. Ólíkt ál­ver­um í Evr­ópu sem glími við af­leiðing­ar orkukreppu njóti ál­ver­in á Íslandi þess að hafa samið til langs tíma um kaup á raf­orku.

Gangi spá Ein­ars eft­ir mun það birt­ast í af­komu Lands­virkj­un­ar og Orku­veit­unn­ar og svig­rúmi þeirra til að greiða eig­end­um sín­um arð. Gæti ávinn­ing­ur þjóðarbús­ins hlaupið á tug­um millj­arða þegar allt er talið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­tök­um álfram­leiðenda greiddu ál­ver­in 123 millj­arða í inn­lend­an kostnað í fyrra. Þá hafi út­flutn­ings­tekj­ur af áli numið 298 millj­örðum í fyrra sem var 90 millj­örðum meira en árið áður. Lands­bank­inn hef­ur bent á að út­flutn­ings­verðmæti stóriðju, sjáv­ar­af­urða og ferðaþjón­ustu var alls 242 millj­arðar á fyrsta fjórðungi sem sé met. Ein­ar spá­ir því að ál­verð hald­ist í 2.500 til 3.000 Banda­ríkja­döl­um tonnið í ár en meðal­verðið var 1.730 dal­ir tonnið árið 2020.


Sjá einnig