Hverju skila álfyrirtæki inn í íslenskt þjóðarbú?

Útflutningstekjur álvera námu um 325 milljörðum á árinu 2023 sem er um 17,4% af heildar útflutningi vöru og þjónustu.

Álverin keyptu raforku fyrir 68,3 milljarða króna og innlendar vörur og þjónustu fyrir 57,3 milljarða.

Álverin greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld og laun og launatengd gjöld voru 25,3 milljarðar.

1.590 einstaklingar vinna hjá álverunum og hjá þeim starfa 430 verktakar.

Sjá einnig