Hverju skila álfyrirtæki inn í íslenskt þjóðarbú

Um 93 milljarðar af gjaldeyristekjum eða tæp 45% af heildarútflutningi álvera á Íslandi varð eftir í landinu árið 2020. Þessum fjármunum er meðal annars varið til kaupa á raforku, innlendum vörum og þjónustu og til greiðslu launa og opinberra gjalda á Íslandi.

Innlendur kostnaður hefur numið á bilinu 80 til 100 milljörðum á síðustu árum eftir því hvernig staðið hefur á fjárfestingum hjá álverunum.

Sundurliðun innlends kostnaðar áliðnaðar árið 2020 má sjá á meðfylgjandi skífuriti. Þegar raforkukaup eru áætluð þá er horft til meðalverðs til stóriðju sem uppgefið er af Landsvirkjun, raforkunotkunar álvera og flutningskostnaðar Landsnets.

Ef horft er til skattspors álvera á Íslandi, þá nam heildargjaldfærsla skatta og annarra gjalda til ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða vegna starfseminnar á árinu 2014 7.272 milljörðum. 

Um þriðjungur þeirrar fjárhæðar var vegna lögboðinna gjalda vegna starfsmanna, tryggingagjalds og mótframlags í lífeyrissjóði. Annars skiptust gjöldin í tekjuskatt, raforkuskatt, skatta á eignir, hafnargjöld og svo aðra skatta.

Til viðbótar við skatta sem gjaldfærðir voru hjá fyrirtækjunum, innheimtu þau og stóðu skil á sköttum og gjöldum sem ekki eru gjöld þess en tengjast rekstrinum og þeim verðmætum sem hann skilar með beinum hætti. Slíkir innheimtir skattar námu 4.378 m.kr. á árinu 2014.

Skattspor álframleiðslufyrirtækjanna nam því samtals 11.650 m.kr. á árinu 2014.

Sjá einnig