Uppbygging kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi, Carbfix, Coda Terminal, Hafnarfjarðarbær hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, sagði við það tilefni að góður árangur hefði náðst á undanförnum árum við að draga úr losun frá ISAL og kolefnisfótspor fyrirtækisins væri nú þegar með því lægsta sem þekkist í áliðnaði.
„Ef metnaðarfull markmið okkar um kolefnishlutleysi 2040 eiga að nást þarf hins vegar að stíga afgerandi skref. Föngun og förgun CO2 með Carbfix tækninni í Coda Terminal er einn slíkur möguleiki og þess vegna skrifaði Rio Tinto undir samstarfsyfirlýsingu við Carbfix í fyrra. Tilraunir eru þegar hafnar við föngun á CO2 frá starfseminni og stefnum við ótrauð á að verða fyrsta álverið í heiminum sem nær að fanga og farga varanlega hluta af kolefnislosun sinni.”
Álframleiðsla og samkeppnishæfni iðnaðarins á Íslandi voru í brennidepli á ársfundi Samáls sem haldinn var á Hilton Nordica þann 27. maí sl. Þar lýsti Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra yfir eindregnum stuðningi við íslenska álframleiðslu sem hluta af grænni framtíðarsýn fyrir hagkerfið.
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskipta...
Fyrirtækin í áliðnaði á Íslandi eru þrjú og þar starfa liðlega 2.000 manns. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má gera ráð fyrir að tæplega 5.000 manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu á Íslandi með beinum hætti eða um 2,4% af vinnuafli.
Álver á Íslandi keyptu vörur og þjónustu fyrir um 61 milljarð árið 2022 og er þá raforka undanskilin. Á síðustu árum hafa þessi viðskipti að jafnaði numið um 22 til 40 milljörðum á ári. Það skapar hundruðum íslenskra fyrirtækja rekstrargrundvöll. Álver þurfa stöðugar fjárfestingar til að viðhalda samkeppnishæfni sinni og fjárfestu álverin fyrir yfir 277 milljarða á árunum 2011 til 2021.