Uppbygging kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi, Carbfix, Coda Terminal, Hafnarfjarðarbær hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, sagði við það tilefni að góður árangur hefði náðst á undanförnum árum við að draga úr losun frá ISAL og kolefnisfótspor fyrirtækisins væri nú þegar með því lægsta sem þekkist í áliðnaði.
„Ef metnaðarfull markmið okkar um kolefnishlutleysi 2040 eiga að nást þarf hins vegar að stíga afgerandi skref. Föngun og förgun CO2 með Carbfix tækninni í Coda Terminal er einn slíkur möguleiki og þess vegna skrifaði Rio Tinto undir samstarfsyfirlýsingu við Carbfix í fyrra. Tilraunir eru þegar hafnar við föngun á CO2 frá starfseminni og stefnum við ótrauð á að verða fyrsta álverið í heiminum sem nær að fanga og farga varanlega hluta af kolefnislosun sinni.”
Mikið yfirflæði er af íþyngjandi reglugerðum frá Brussel þessi misserin. Svo virðist sem hver stofnunin togi í sína áttina og vart þarf að koma á óvart að í slíku reiptogi verði mönnum lítt ágengt. Pétur Blöndal skrifar í Morgunblaðið.
Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina.
„Hring eftir hring eftir hring,“ var yfirskrift ársfundar Samáls sem haldinn var í Norðurljósum Hörpu á fimmtudaginn 25. maí. Áhersla var lögð á nýsköpun, sjálfbærni og loftslagsmál.