Frá vinstri, Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdarstjóri Austurbrúar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir yfirmaður…
Frá vinstri, Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdarstjóri Austurbrúar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Sigurður Ólafsson verkefnastjóri hjá Síldarvinnslunni, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.

Staðbundið háskólanám á Austurlandi í fyrsta sinn

Stefnt er að því að á næsta ári verði í fyrsta sinn hægt að stunda staðbundið háskólanám á Austurlandi. Háskólinn í Reykjavík ætlar strax í haust að bjóða undirbúningsnám fyrir háskólastig í fjórðungnum. Samkomulag um Gletting, nýjan hvatningarstyrk atvinnulífsins fyrir nemendur í Háskólagrunni HR á Austurlandi, var undirritað í dag af rektorum HR og Háskólans á Akureyri, framkvæmdastjóra Austurbrúar og fulltrúum atvinnulífs á Austurlandi, þar á meðal Alcoa Fjarðaáls. 
 

Lengi hefur verið unnið að því að koma á laggirnar eins konar háskólaútibúi á Austurlandi og því voru það mikil tímamót þegar málið komst í höfn og fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, Austurbrúar og atvinnulífs á Austurlandi undirrituðu samstarfssamning á Egilsstöðum. Kennsla fer fram í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði og er áherslan á tæknigreinar og kennslu á staðnum frekar en fjarnám.

„Með því að fá nám í tæknifræði á háskólastigi hingað austur þá er í raun verið að svara kalli atvinnulífsins hvað varðar þessi störf sem okkur vantar helst háskólamenntað fólk í. Það er í þessum tæknifræðigreinum. Þannig að þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur sem erum að reka hér stór fyrirtæki fyrir austan, að fá þessa menntun á svæðið,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, en hún stýrir samskipta- og samfélagsmálum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Hér má sjá frétt RÚV. 

Sjá einnig