Fréttir

Alcoa lokar þremur álverum í Evrópu

Alcoa tilkynnti í dag áform um að minnka álframleiðslu sína í Evrópu um 240 þúsund tonn, eða sem nemur um 5% af heildarframleiðslu fyrirtækisins. Hyggst félagið loka varanlega álveri sínu í Portovesme á Ítalíu auk þess að draga tímabundið úr framleiðslu í tveimur álverum á Spáni.

Alcoa dregur úr álframleiðslu í Bandaríkjunum

Í ljósi aðstæðna á álmörkuðum heimsins og lækkandi álverðs hefur Alcoa tilkynnt að dregið verði úr heildarframleiðslu áls um tólf prósent, eða um sem nemur 531 þúsund tonni á ári.

Nýir forstjórar hjá Alcoa Fjarðaáli og Alcoa á Íslandi

Janne Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðin forstjóri Fjarðaáls frá og með 1. janúar 2012 í stað Tómasar Más Sigurðssonar, sem hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa í Evrópu með aðsetri í Genf. Jafnframt hefur Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og skautsmiðju hjá Fjarðaáli, tekið við starfi forstjóra Alcoa á Íslandi í stað Tómasar Más Sigurðssonar.

Stóriðjuskóli Norðuráls settur í fyrsta sinn

Norðurál rekur skólann í samstarfi við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og Símenntunarmiðstöð Vesturlands.

Forsendur fyrir lífskjarasókn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði forsendur fyrir lífskjarasókn í áramótaávarpi sínu. "Og úflutningsgreinarnar, sjávarútvegur og áliðnaður, hafa ekki síður lagt til þess góða hagvaxtar sem hér hefur verið á liðnu ári," bætti hún við.

Tómas Már Sigurðsson ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við stöðu forstjóra Alcoa í Evrópu og álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa í Evrópu þann 1. janúar 2012. Tómas Már tekur við stöðunni af Marcos Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Suður Ameríku. Síðar verður tilkynnt hver tekur við af Tómasi sem forstjóri Fjarðaáls.

Orkusölusamningur Norðuráls og HS Orku dæmdur gildur

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur Norðuráls og HS Orku sé í fullu gildi, og að HS Orka sé skuldbundin til að afhenda Norðuráli þá raforku sem samningurinn tilgreinir í samræmi við skilmála hans.

Forstjóri Alcoa Fjarðaáls meðal fremstu kvenstjórnenda ársins

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum.

Stjórnvöld falla frá kolefnisskatti

Samtök atvinnulífsins, Samál, og fulltrúar helstu fyrirtækja sem ætlað var að greiða kolefnisgjald af föstu kolefni áttu í dag fund með fjármálaráðherra og fulltrúum iðnaðarráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins.

Stjórnvöld grafi ekki undan samkeppnisstöðu áliðnaðar

Samtök álframleiðenda á Íslandi lýsa undrun sinni á ummælum Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, í fréttum um kolefnisskatta og íslenskan iðnað.

Samál mótmælir harðlega áformum um kolefnisgjald

Samtök álframleiðenda á Íslandi hafa mótmælt harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um álagningu kolefnisgjalds sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga. Samtökin hafa bent á að hvergi annars staðar tíðkast slík álagning í áliðnaði og áform stjórnvalda gangi þvert á markmið viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir, ETS, sem Ísland er aðili að. Hafa samtökin sent Efnahags- og viðskiptanefnd umsögn vegna þessa þar sem stjórnvöld eru hvött til að standa við gerða samninga og hverfa frá þessum áformum.

Risavaxnir spennar á land í Straumsvík

Um síðustu helgi tók álverið í Straumsvík á móti fjórum afriðlaspennum og tveimur aðalspennum, sem eru þeir afkastamestu á landinu eftir því sem næst verður komist.

6% vöxtur í álframleiðslu á þessu ári

Vöxturinn drifinn áfram af aukinni eftirspurn frá bíla- og flugiðnaði.