Fréttir

Líf og fjör í tjaldi atvinnulífsins

Hús atvinnulífsins flutti í Tjald atvinnulífsins í Vatnsmýrinni á fundi fólksins frá 11. til 13. júní og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

VHE orðið þekkt um allan heim

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um heim­inn. Ítarlega umfjöllun um fyrirtækið má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Ótvíræð arðsemi í orkuframleiðslu

Ótvíræð arðsemi orkuframleiðslu er yfirskriftin í Staksteinum Morgunblaðsins. En þar er vitnað í pistil Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls á Mbl.is.

Nýr rennilegri Samsung snjallsími verður sterkari vegna hágæða áls frá Alcoa

Í dag tilkynnti Alcoa að fyrirtækið muni sjá Samsung fyrir þolsterku hágæða áli sem er sérframleitt fyrir flugiðnaðinn, til þess að nota í nýjustu snjallsímana, Galaxy S6 og S6 edge.

Ný kynslóð Chevrolet Camaro

Meira ál er notað en áður í nýrri kynslóð Chevrolet Camaro. Ágúst Ásgeirsson fjallar um bifreiðina á Mbl.is.

Bein losun Alcoa minnkaði um 3 milljónir tonna 2014

Sjálfbærniskýrsla Alcoa 2015 er komin út í rafrænu formi og hefur hún að geyma upplýsingar varðandi efnahags-, umhverfis- og samfélagsmál fyrirtækisins á sl. ári.

Þjóðhagsleg staða og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012.

Mikil gróska í kringum álverin

„Öfugt við það sem sumir halda eru íslensk álfyrirtæki ekki þrjú, heldur skipta þau hundruðum,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda í viðtali sem Sigmundur Ó. Steinarsson tók fyrir tímaritið Frjálsa verslun.

Styrkur íslenskrar álframleiðslu

Vaxandi markaður fyrir ál í Evrópu og Bandaríkjunum. Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls í viðtali á Hringbraut.

Mikil verðmætasköpun í íslenskum orkuiðnaði

Ársfundur Samáls var haldinn þriðjudaginn 28. apríl í Hörpu og sóttu hátt í 200 manns fundinn. Þar voru flutt fróðleg erindi um stöðu áliðnaðar, framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Raforkuskattur ekki framlengdur

Raforkuskattur verður ekki framlengdur, en hann rennur út í lok árs 2015. Fjallað er um yfirlýsingu fjármálaráðherra þess efnis á ársfundi Samáls í Fréttablaðinu. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára til að koma til móts við ríkissjóð á erfiðum tímum og var það liður í samkomulagi stóriðjufyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Skatturinn var framlengdur til þriggja ára árið 2012.

Horft til áratuga í áliðnaðinum

Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Norðuráls, segir að innan fárra ára geti Landsvirkjun greitt 30-40 milljarða króna í arð á hverju ári, miðað við óbreytt orkuverð. Til samanburðar sé veiðigjald í sjávarútvegi um 10-15 milljarðar.

Öflun gjaldeyris undirstaða lífskjara

Stórauka þarf útflutning, svo sem á hugbúnaði og iðnaðarframleiðslu, til að skapa gjaldeyri. Pétur H. Blöndal alþingismaður er í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu.

Verðlaun verða til

Samál styrkti gerð verðlaunagripsins í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór 19.-21. apríl á Akureyri. Garðar Eyjólfsson hönnuður og fagstjóri vöruhönnunar við LHÍ hannaði gripinn úr endurunnu áli og var hann smíðaður hjá Málmsteypunni Hellu. Hér má sjá myndband frá gerð gripsins.

Stór samningur HRV við Hydro í Noregi

Íslenska verkfræðistofan annast verkfræðiráðgjöf og verkefnastjórnun í tengslum við byggingu tilraunakerskála í álveri Hydro í Karmøy í Noregi, samkvæmt frétt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Auðlindir Íslands og hinn almenni borgari

„Ég rifja upp, að stærstu virkjanir okkar, allar með tölu, voru reistar í krafti þess, að langtímasamningar náðust um nýtingu orkunnar til iðnaðar eða stóriðju.“ Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra samgöngu- og ferðamála fjallar um þjóðhagslegan ávinning af orkuiðnaði í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Álið léttir Jaguar XF

Áhuga­menn um ál við bíl­smíði hafa ástæðu til að fagna því að 80% af yf­ir­bygg­ingu og und­ir­vagni nýs Jagu­ars XF eru úr þeim málmi. Ágúst Ásgeirsson fjallar um bifreiðina á Mbl.is.

Mikil gróska í íslenskum áliðnaði

Fjallað er um nýsköpun og stefnumótun álklasans á Íslandi í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls, samtaka álframleiðenda, sem birtist í nýjasta tölublaði Vélabragða, tímarits nemenda í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ.

Stóriðjustörf skemmtileg og fjölbreytt

Esther Gunnarsdóttir, Eyrún Linnet og Sunna Björg Helgadóttir starfa í álverinu í Straumsvík. Þær eru í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag.

Framúrskarandi fyrirtæki skiptir um eigendur

Fjölskyldufyrirtækið rótgróna J.R.J. verktakar,sem vinnur talsvert fyrir álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík, var selt um áramótin. Kaupendurnir eru Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, og fyrirtækið Járn og blikk.

Erindi Rannveigar Rist á ráðstefnu um samfélagsábyrgð

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Samtök atvinnulífsins, stóðu þann 23. janúar fyrir ráðstefnunni: „Fyrirtæki og samfélagið - sameiginlegur ávinningur.“ Rio Tinto Alcan á Íslandi er eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að stofnun Festu. Rannveig Rist var meðal frummælenda á fundinum og fer erindi hennar hér á eftir.

Útskrift Stóriðjuskóla Rio Tinto Alcan

Rio Tinto Alcan á Íslandi útskrifaði í dag átjánda námshópinn úr grunnnámi Stóriðjuskólans sem fyrirtækið hefur starfrækt í rúm sautján ár eða frá árinu 1998.

Skilvirkni næst fram með þekkingu á nýsköpun

Álverin eru mjög ströng á að allar vottanir og staðlar séu í lagi, segir Hjörtur Cýrusson deildarstjóri hjá Ísfelli í samtali við iðnaðarblaðið Sleggjuna.

Vanda­mál en líka tæki­færi framund­an

Mikilvægt er að horfa til fjár­fest­ing­ar til framtíðar í nýj­um fyr­ir­tækj­um og byggja und­ir út­flutn­ings­geir­ann. Mbl.is talaði við aðila úr framleiðslu- og tæknigeiranum um áramót.

Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Forseti Íslands afhenti sérsmíðaðan verðlaunagrip úr áli frá Straumsvík og eina milljón króna.

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Sigurður Oddsson starfsmaður Norðuráls einn þeirra sem hafa gjörbreytt stöðu sinni á vinnumarkaði með því að taka þátt í vottuðum námsleiðum

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun endurskoða rafmagnssamning

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun hafa samið um breytingu á orkuafhendingu sem endurspeglar betur orkuþörf álversins í Straumsvík.

Framtíðarsýn Álklasans til ársins 2020

Á stefnumótunarfundi Álklasans í Borgarnesi í apríl 2014 var mótuð framtíðarsýn til ársins 2020. Um 40 fyrirtæki og stofnanir drógu upp mynd af framtíðarlandslaginu og helstu áskorunum fram að þeim tíma. Hér má lesa niðurstöðurnar í útgáfu Samáls og Samtaka iðnaðarins.

Hvers virði er ál sem hráefni fyrir Austurland?

Ráðstefna með yfirskriftina Ál á Austurlandi haldin á Breiðdalsvík föstudaginn 28. nóvember.

Stefnumót um nýsköpun í áliðnaði

Stefnumót um þarfir og lausnir sem snúa að framþróun og verðmætasköpun í áliðnaði 18. nóvember nk.

Hagnaður álveranna dróst saman

Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Fjallað er um afkomu álveranna í fréttaskýringu Haraldar Guðmundssonar í Fréttablaðinu.

Toyota í álið

Toyota hyggst létta bílaflotann með meiri álnotkun. Fjallað er um það í Fréttablaðinu.

Álklasinn mótaður í haust

Stefnumót í samstarfi Álklasans, Samtaka iðnaðarins og Samáls verður haldið í nóvember til að greina þarfir og lausnir í áliðnaði. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Aukin framleiðsla álversins á Grundartanga

Fjárfesting fyrir á annan tug milljarða. Ársframleiðslugeta í 350 þúsund tonn með hækkun á rafstraumi í kerin.

Engin dæmi um neikvæð áhrif flúors á fé eða aðrar skepnur

Svör Norðuráls við spurningum í opnu bréfi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Flúor í grasi lækkaði um 19% milli ára í Reyðarfirði

Gildin fyrir flúor í grasi eru lægri en viðmiðin fyrir grasbíta segja til um.

Álverð ekki hærra í 17 mánuði

Eftirspurn mun vaxa um 6% á ári þar til áratugnum lýkur, samkvæmt greiningu Citi-bankans. Eftirspurnin verður knúin áfram af því að bílaframleiðendur nota ál í auknum mæli.

Stjórnar framleiðslunni á heimsvísu

Tómas Már Sigurðsson framkvæmdastjóri stjórnar framleiðslu Alcoa á heimsvísu.

Svipmynd Markaðarins: Spenntur fyrir golfsumrinu mikla

Efst á borðinu er að fylgja eftir viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Dregin er upp svipmynd af Pétri Blöndal framkvæmdastjóra Samáls í Markaðnum, viðskiptaútgáfu Fréttablaðsins.

Ísland krúnudjásnið í jafnréttismálum

„Það er siðferðislega rétt að ráða fjölbreytt starfsfólk en það er líka bara fjári góð viðskipta ákvörðun,“ segir Gena Lovett, jafnréttisstýra hjá höfuðstöðvum Alcoa í New York, í greinargóðu viðtali á Mbl.is.

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér

Rio Tinto Alcan hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála, en það er í fyrsta skipti sem þau eru veitt. Viðskiptablaðið tók Rannveigu Rist tali af því tilefni.

Sprotafyrirtæki stofnað um álmæli

Samstarfssamningur við Norðurál vegna þróunar á greiningarbúnaðinum.

Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknarseturs

Undirbúningur er hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Viljayfirlýsing um það var undirrituð á ársfundi Samáls.

Hversu þungt vegur álið? – Ársfundur Samáls 2014

„Hversu þungt vegur ál?“ er yfirskrift ársfundar Samáls í Hörpu að morgni þriðjudags 20. maí. Á fundinum verður fjallað um horfur í áliðnaðinum og verðmætasköpun fyrir samfélagið allt.

Íslenskt ál í nýjum Mercedes Benz C-Class

Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að hluti þess er framleiddur á Íslandi.

Stefna mótuð fyrir álklasann

Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir mótuðu framtíðarsýn álklasans á tveggja daga stefnumótunarfundi í Borgarnesi.

Vaxandi markaður í farartækjum

Norsk Hydro fjárfestir 20 milljarða í álplötuframleiðslu í Grevenbroich. Bílaframleiðendur leita nýrra leiða til að létta bíla með áli og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Flóknari vörur og meiri virðisauki

Rio Tinto Alcan skiptir úr álbörrum yfir í álstengur.

Minni hætta á að missa þann stóra

Fossdalur framleiðir fluguveiðihjól úr áli frá Alcoa.

Tækifærin mikil fyrir íslenskan áliðnað

Norðurál stærsti atvinnurekandi á Vesturlandi. Ragnar Guðmundsson forstjóri segir árangur fyrirtækisins í umhverfis- og öryggismálum á heimsmælikvarða.