Fréttir

Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir í viðtali á Vísi.is að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni.

ISAL er langt yfir „íslenskum launum“

Ólafur Teitur Guðnason skrifar svargrein í Fréttablaðið vegna kjaradeilunnar í Straumsvík.

Óvenjulegt áhugamál venjulegs fólks

Í bókinni Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu lýsa Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson ferð um 20 lönd Mið-Asíu á 147 dögum. Högni er vélstjóri með viðskiptafræðimenntun og starfar hjá Alcoa Fjarðaáli, en Unnur myndlistarmaður og kennari. Fjallað er um bókina í Morgunblaðinu.

Að sitja við sama borð

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, skrifar grein um kjaraviðræður í álverinu í Straumsvík. Þar kemur m.a. fram að þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali.

Af Kúludalsá og Matvælastofnun

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar svargrein um veikindi hrossa á Kúludalsá, þar sem fram kemur að niðurstöður dýralækna gefi „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“

Af jólakveðjum í útvarpinu

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls svarar gagnrýni Landverndar á jólakveðjur Norðuráls á öldum ljósvakans. Þar kemur m.a. fram að álver á Íslandi hafa dregið úr kolefnislosun á hvert framleitt tonn um 75% frá árinu 1990.

Nú eru tímamót

„Nú eru tímamót!“ er yfirskrift áramótakveðju Samáls. Þar er fagnað þeim árangri sem náðist á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsmál í París. Og undirstrikað að ál hefur hlutverki að gegna í baráttunni við losun.

Hefur álverið í Straumsvík sérstöðu?

Álverið í Straumsvík var forsenda Brúrfellsvirkjunar, sem bætti verulega aðgang almennings að rafmagni, en fram að því hafði því verið skammtað í Reykjavík. Finnur Magnússon lögmaður skrifar um stöðu álversins í Straumsvík í Morgunblaðið.

Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann

Skip úr áli eru framtíðin hér á landi ef marka má niðurstöður íslensks ráðgjafahóps, sem Vísir fjallarum. Þannig verða þau léttari og eyða minni orku. Norsk umhverfisverfisverndarsamtök hvetja til þess að norski ferjuflotinn verði rafvæddur og ferjurnar verði úr áli.

Er Grýla útlensk?

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar grein í Norðurljós, blað Norðuráls, um viðhorf til alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi.

Umhverfismál í nýju fréttabréfi Samáls

Í tilefni af loftslagsráðstefnunni í París er fjallað um umhverfismál í nýju fréttabréfi Samáls. Þá er hægt að skoða myndskeið sem fjalla m.a. um eiginleika álsins og endurvinnslu. Og loks er umfjöllun um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðar.

Vill leysa kjaradeiluna við starfsmenn

Rio Tinto Alcan á Íslandi ætlar ekki að loka álverinu í Straumsvík, heldur leysa kjaradeiluna við starfsmenn. Rannveig Rist segir það skýlausa kröfu að hagræðing náist með verktöku. Hér má lesa umfjöllun RÚV og horfa á viðtal við Rannveigu í Kastljósi.

Horft til framtíðar í Straumsvík

„Þau eru ný­bú­in með sex­tíu millj­arða fjár­fest­ing­ar­verk­efni. Í því fólst að auka bæði fram­leiðslu og fara yfir í virðis­meiri og flókn­ari afurðir. Það bend­ir ekk­ert til ann­ars en að menn séu að horfa til framtíðar í Straums­vík,“ seg­ir Pét­ur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í samtali við Mbl.is.

Höml­ur án hliðstæðu hér á landi

Kjara­deila starfs­manna ál­vers Rio Tinto í Straums­vík snýst um þá staðreynd að ISAL sit­ur ekki við sama borð og önn­ur fyr­ir­tæki hvað varðar mögu­leika á úti­vist­un verk­efna. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Rann­veig­ar Rist­ar, for­stjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti

Eft­ir ár­ang­ur­laus­an fund í kjara­deilu starfs­manna ál­vers­ins í Straums­vík er út­lit fyr­ir að verk­fall hefj­ist á miðnætti í kvöld. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess,“ segir Ólafur Teitur Guðnason í samtali við Vísi.is.

Tæki 4-6 ár að fá nýja kaupendur að raforkunni

Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni ef álverinu í Straumsvík yrði lokað. Þetta segir sérfræðingur um orkumarkaðinn í fréttum Stöðvar 2.

Kjaradeila gæti leitt til lokunar álvers

Kjaradeila álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík og starfsmanna þess er í hörðum hnút og vinnustöðvun hefur verið boðuð eftir rúma viku. Fjallað var um málið í Kastljósi.

Lokun álversins hefði mikil áhrif

Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist í samtali við Vísi.is hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu.

Hættumerki

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gerir stöðu áliðnaðar að umfjöllunarefni sínu í Morgunblaðinu, framsýnina þegar ný atvinnustarfsemi skaut rótum hér á landi og mikilvægi þess að samkeppnishæfni íslensks orkuiðnaðar haldist.

Átta tímar laði konur að

Alcoa Fjarðaál mun á næstunni ráða tugi starfsmanna, flesta í framleiðslu, en einnig til þess að sinna iðnaðarstörfum.

Endurvinna og endurnýta 99,8%

Álver Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði gæti mögulega verið umhverfisvænasta álver heims, segir í fréttaskýringu Morgunblaðsins. Hrein og endurnýjanleg orka er notuð við framleiðsluna, allar aukaafurðir endurunnar og hönnun álversins þannig að umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki.

Gætum framleitt rafbíla úr innlendu áli

"Við gætum smíðað okkar eigin rafbíla með innlendu áli," segir Gísli Gíslason í samtali við RÚV, en hann stýrir rafbílafyrirtækinu Even. "Við gætum gert þetta hratt, losað okkur við mengandi bíla á fáum árum."

Erfitt að velja á milli Íslands og Kasakstans

„Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls,“ var yfirskrift doktorsvarnar Rauan Meirbekova í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku, en doktorsverkefnið vann hún í samvinnu við Alcoa Fjarðaál. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu um helgina.

Raforkusala til stórnotenda skert um 3,5%

Útlit fyrir að raforkusala Landsvirkjunar til stórnotenda verði skert um 3,5% á komandi vetri. Það er þriðja árið í röð sem álver þurfa að grípa til skerðingar hér á landi vegna orkuskorts.

Ein af forsendum álvers brestur

Hugmyndir stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að loka hluta sumars sjúkrasviði og bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað vekur hörð viðbrögð. Forstjóri Alcoa á Íslandi segir að við það myndi ein forsenda þess að álver var reist við Reyðarfjörð bresta.

Pönnukökupannan gengur í endurnýjun lífdaga

Fyrir fáeinum árum voru íslenskir hönnuðir fengnir til þess að endurhanna pönnukökupönnurnar sem framleiddar eru af Málmsteypunni Hellu. Nýtt skaft varð til í fimm ólíkum útgáfum. Allt í tilefni af Hönnunarmars. Hér má sjá innslag í Landanum um sköftin og þetta merkilega fyrirtæki Hellu.

Horft til áratuga í áliðnaðinum

Þótt lækkandi álverð hafi neikvæð áhrif á rekstur Norðuráls á árinu er framtíð félagsins björt að mati Ragnars Guðmundssonar forstjóra, sem er í viðtali í Viðskiptablaðinu. Skammtímasveiflur í álverði hafa lítið að segja um rekstur fyrirtækisins þar sem hugsað er áratugi fram í tímann.

Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls

„Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls,“ er yfirskrift doktorsvarnar Rauan Meirbekova í Háskólanum í Reykjavík, sem fram fer 3. september kl. 14:00 í stofu V102.

Norðurál undirbýr frekari stækkun með straumhækkun

„Við erum að reyna að auka hag­kvæmni rekst­urs­ins á Grund­ar­tanga og auka sam­keppn­is­hæfni hans til lengri tíma,“ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, í Morg­un­blaðinu í dag um ástæður þess að sótt var um leyfi til stækk­un­ar.

Mikill áhugi á áframvinnslu áls á Austurlandi

Austurbrú stóð fyrir málstofunni „Áframvinnsla á áli, möguleikar og tækifæri“ í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði fimmtudaginn 20. ágúst. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi var stefnt saman við frumkvöðla til að ræða um hráefnið ál og mögulega áframvinnslu þess. Á fundinum var styrkur veittur frá Alcoa Foundation til Austurbrúar.

90% starfsmanna Alcoa Fjarðaáls samþykktu kjarasamning

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál lauk í gær, þriðjudag, og var hann samþykktur með miklum yfirburðum.

Málstofa um áframvinnslu á áli

Fimmtudaginn 20. ágúst verður málstofa um áframvinnslu á áli í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi verður stefnt saman við frumkvöðla þar sem rætt verður um hráefnið ál og möguleika þess.

Eftirspurn eftir áli að aukast

„Í áliðnaði er fjárfest til lengri tíma. Það er auðvitað ljóst að á áratugum verða miklar sveiflur í verði á áli og í augnablikinu er álverð lágt,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í viðtali í Fréttablaðinu.

Margt smátt...

Hvað geta einstaklingar gert til að bæta umhverfið og stuðla að því að afkomendurnir taki við góðu búi? Um þessa spurningu snýst umhverfispistill Stefáns Gíslasonar á RÚV.

Um 600 verktakar hjá álverunum

Verktaka er með mismunandi hætti í álverunum þremur hér á landi, mest hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði en minnst hjá Norðuráli á Grundartanga. Fréttaskýring Guðmundar Magnússonar í Morgunblaðinu.

Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegs íþróttafólks á Austurlandi.

Flytja inn stærstu hafnarkrana landsins

Eim­skipa­fé­lagið hef­ur flutti inn tvo nýja hafn­ar­krana til lands­ins, en þeir eru þeir stærstu á Íslandi og geta lyft tveim­ur 20 feta gám­um sam­tím­is. Þeir munu meðal annars þjónusta álver Norðuráls á Grundartanga og Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Tesla kynnir vélhjól með álstelli

Tesla hefur kynnt til sögunnar vélhjólið Model M. Það er rafknúið eins og bifreiðin og stellið úr áli. Jón Agnar Ólason fjallar um það í Bílablaði Morgunblaðsins.

Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli

Föstudaginn 17. júlí var nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli. Samningurinn sem gildir til fimm ára frá 1. mars 2015 er á milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambandsins og Alcoa Fjarðaáls.

Prins hannar úr áli

Carl Phil­ip Berna­dotte, son­ur Karls Gúst­avs Sví­a­kon­ungs og Silvíu drottn­ing­ar, hef­ur hannað nýja línu úr áli fyr­ir hið fræga fyr­ir­tæki Stelt­on. Prins­inn er menntaður graf­ísk­ur hönnuður og rek­ur hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Berna­dotte & Kyl­berg ásamt fé­laga sín­um, Oscar Kyl­berg. Lesa má nánar um hina konunglegu hönnun í Smartlandi Mörtu Maríu.

Spá spreng­ingu í ál­notk­un í bíl­smíði

Niður­stöður ný­legr­ar rann­sókn­ar sem fram­kvæmd var af Ducker Worldwi­de benda til þess að á næstu tíu árum verði al­ger spreng­ing í auk­inni notk­un áls við smíði nýrra bíla fram­leidd­um í Norður-Am­er­íku. Greint frá rannsókninni á Mbl.is.

Þvílík gargandi snilld!

Njáll Gunnlaugsson blaðamaður Morgunblaðsins getur ekki orða bundist er hann fjallar um sportbílinn Porsche Boxster Spyder. Hann segir allt gert til að létta bifreiðina, eins og að hafa sem flesta hluti úr áli og magnesíum. Stór vélarhlífin sé öll úr áli.

Auk­inn hagnaður þrátt fyr­ir ál­verðslækk­un

Hagnaður Alcoa var und­ir vænt­ing­um markaðar­ins á öðrum árs­fjórðungi en þrátt fyr­ir það var hagnaður­inn meiri en á sama tíma í fyrra. Auk­in eft­ir­spurn frá flug­véla- og bíla­fram­leiðend­um vann á móti áhrif­um af ál­verðslækk­un. Greint er frá afkomu Alcoa á Mbl.is.

Heimsókn frá álsamtökum í Evrópu

Samtök álframleiðenda í Evrópu hittast tvisvar á ári og bera saman bækur sínar. Vorfundur samtakanna fór að þessu sinni fram á Íslandi þann 30. júní. Daginn eftir flaug hluti fundarmanna austur á land og heimsótti Alcoa Fjarðaál, auk þess að skoða Kárahnjúkavirkjun og Skriðuklaustur. Punturinn yfir i-ið var að rekast á stóran hreindýrahóp á heimleiðinni.

Álklasinn formlega stofnaður

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.

Styrkar stoðir í áliðnaði

Styrkar stoðir er yfirskrift aðsendrar greinar Ragnars Guðmundssonar forstjóra Norðuráls í Fréttablaðinu.

Kvenréttindadeginum fagnað í Alcoa Fjarðaáli

Frá því álver Fjarðaáls tók til starfa hefur konum á Austurlandi verið boðið í síðdegiskaffi þann 19. júní til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Að meðaltali hafa um tvö hundruð konur mætt, þegið veitingar, hlustað á ræður og notið góðrar tónlistar. Þar sem nú eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarrétt var kvennaboðið í ár sérstaklega veglegt, og í tengslum við það var bæði kynning á átaki UN-Women og opnun ljósmyndasýningar sem nefnist Konur í álveri.

Hvað er vinna í verksmiðju?

„Hvað er vinna í verksmiðju?“ Það er spurningin sem Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls veltir fyrir sér í endahnútspistli á baksíðu Viðskiptablaðsins.

Líf og fjör í tjaldi atvinnulífsins

Hús atvinnulífsins flutti í Tjald atvinnulífsins í Vatnsmýrinni á fundi fólksins frá 11. til 13. júní og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

VHE orðið þekkt um allan heim

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um heim­inn. Ítarlega umfjöllun um fyrirtækið má lesa í Morgunblaðinu í dag.