Fréttir

Framtíðarverkefni Álklasans með litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun en þar fór Guðbjörg H. Óskarsdóttir klasastjóri yfir þau verkefni sem klasinn hefur verið að vinna að síðustu 11 mánuði síðan hann var stofnaður í júní 2015. Hér má lesa viðtal við hana sem birtist á vefsíðu Viðskiptablaðsins.

Grunnstoð í efnahagslífinu – fjölmennt á ársfundi Samáls 2016

Íslensk álver keyptu vörur og þjónustu fyrir um 30 milljarða í fyrra af hundruðum íslenskra fyrirtækja. Álverin framleiddu rúm 858 þúsund tonn af áli og álafurðum og alls námu útflutningsverðmætin um 237 milljörðum.

Álrafhlöður í bíla og síma

l mun spila stórt hlutverk í þróun rafhlaðna á næstu árum. Þetta sagði Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Alcoa Fjarðaáls, á ársfundi Samáls á miðvikudaginn. Trausti Hafliðason skrifaði frétt fyrir Viðskiptablaðið.

Notuðu ál úr göml­um flug­véla­flök­um

Þegar Málm­steyp­an Hella var stofnuð voru við lýði það ströng inn­flutn­ings­höft að not­ast var við brota­málm úr flug­véla­flök­um frá stríðsár­un­um. Það var eina fáanlega álið. Nú er álið keypt frá Norðuráli og notað ál endurunnið. Rætt er við Grét­ar Má Þor­valds­son­ á Mbl.is.

Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur

Ársfundur Samáls, samtaka álfyrirtækja, fór fram í vikunni. Sigurður Már Jónsson blaðamaður sem starfar sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar reifar nokkrar tölur sem fram komu á ársfundinum í pistli á Mbl.is undir yfirskriftinni: Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur.

Innlend útgjöld álvera á Íslandi um 92 milljarðar

Innlend út­gjöld ál­vera á Íslandi námu um 92 millj­örðum í fyrra. Þá voru útflutningstekjur áls 237 milljarðar eða um 38% af vöruútflutningi þjóðarinnar. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Þórs Ásmundssonar stjórnarformanns Samáls á ársfundi Samáls í morgun, en fjallað var um það á Mbl.is.

Hækkun álverðs mun taka nokkur ár

Kelly Driscoll, sér­fræðing­ur hjá greiningarfyrirtækinu CRU, seg­ir í samtali við Morgunblaðið áliðnaðinn í lægð um þess­ar mund­ir en verðið muni hækka um allt að 60% eft­ir nokk­ur ár. Heims­fram­leiðsla hef­ur auk­ist um 27,5% síðan árið 2011, en meðal­fram­leiðslu­kostnaður lækkað um fjórðung.

Grunnstoð í efnahagslífinu - Ársfundur Samáls 18. maí

Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 18. maí næstkomandi. Boðið verður upp á morgunverð frá 8:00, en fundurinn hefst 8:30. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Fundinum lýkur 10:00 og verður þá boðið upp á kaffi og pönnukökur - af pönnum frá Málmsteypunni Hellu.

Bylting í orkumálum

Ný tegund rafhlaða getur valdið byltingu í orkumálum. Dr. Rauan Meirbekova hjá Háskólanum í Reykjavík hélt erindi um rafhlöður úr fljótandi málmum á einni af fjórum málstofum í HR um efnisverkfræði. Hér má lesa viðtal Ásgeirs Ingvarssonar við hana úr Morgunblaðinu.

Alcoa styrkir uppbyggingu náms í efnisfræði og málmfræði

Á málstofu sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík (HR) fimmtudaginn 7. apríl, afhenti Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls skólanum styrk til áframhaldandi eflingar rannsókna og kennslu í efnisverkfræði og málmfræði á háskólastigi.

Fjölbreytt flóra fyrirtækja í Álklasanum

Eitt af meginmarkmiðum Álklasans er að stuðla að aukinni nýsköpun og eru öflugar rannsóknir og þróun á þessu sviði því mikilvægar. Guðbjörg Óskarsdóttir klasastjóri Álklasans og efnaverkfræðingur hjá NMÍ er í viðtali í Vélabrögðum, tímariti nemenda í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ.

Bætt nýting affallsefna frá áliðnaði í þætti Ara Trausta

Áhugaverð umfjöllun hjá Ara Trausta í þættinum Maðurinn og umhverfið. Í fyrsta þættinum tók hann fyrir um umhverfismál og nýsköpunarverkefni tengd betri nýtingu affallsefna frá áliðnaði. Hér má sjá þáttinn.

Miðlunartillaga samþykkt í Straumsvík

Starfs­menn ál­vers Rio Tinto í Straums­vík fá 12,7% launa­hækk­un og aft­ur­virk­ar launa­hækk­an­ir í formi 490 þúsund króna ein­greiðslu. Þá munu laun hækka í sam­ræmi við SALEK-sam­komu­lagið til árs­loka 2018 og síðan um tvö pró­sent í árs­byrj­un 2019. Samn­ing­ur­inn gild­ir fram á vor 2019.

Vilji til að breyta umhverfisvöktun

Vilji er hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga til að nálgast umhverfisvöktun fyrirtækjanna á annan hátt til að auka traust á þeim mælingum sem þarf að gera. Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar vegna fyrirtækjanna á fimmtudag.

Áskoranir í efnisfræði - ál, orka og umhverfi

Málstofa um efnisfræði í sjálfbærri álframleiðslu verður haldin fimmtudaginn 7. apríl kl. 9 í stofu M209. Málstofan er liður í eflingu efnisfræði og efnisverkfræði sem fræðigreina hér á landi.

Styttri vaktir og fjölskylduvænna álver

Með því að stilla vinnutíma í hóf og stytta vaktir má gera vinnustaði fjölskylduvænni og búa til störf sem henta báðum foreldrum. Þetta kom fram í fréttum RÚV í samtölum við tvo starfsmenn Alcoa Fjarðaáls, sem stytti nýlega vaktir úr 12 tímum í 8 og við það komu fleiri konur til starfa í álverinu.

Áfram ÍSAL

Hinn 28. mars, á annan í páskum, verða 50 ár liðin síðan skrifað var undir aðalsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse um byggingu áliðjuvers í Straumsvík. Hjörtur Torfason lögfræðingur skrifar aðsenda grein á þeim tímamótum í Morgunblaðið.

Áskoranir í álframleiðslu

Blikur eru á lofti í álframleiðslu á heimsvísu og margvíslegar áskoranir sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir. Tækifærin eru þó að sama skapi til staðar, segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, í samtali við Morgunblaðið.

Mikil tækifæri í umhverfismálum

Umhverfismálum var gert hátt undir höfði á Iðnþinginu þar sem þau Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri Carbon Recycling International, tóku til máls. Ágúst Torfi Hauksson, Magnús Þór Ásmundsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir ræddu grænar lausnir, áskoranir og tækifæri í umhverfismálum.

Raf­magnið dygði Manchester­borg

Á dag­inn stýr­ir Eyrún Linn­et raf­veitu sem gæti séð Manchester­borg eða Mong­ól­íu fyr­ir raf­magni í ál­ver­inu í Straums­vík. Eft­ir vinnu saum­ar hún þjóðbún­inga. Rætt er við Eyrúnu í stuttu innslagi á Mbl.is í nýrri þáttaröð um Fagfólkið.

Endurvinnsla áls

Endurvinnsla áls, vegvísir að sjálfbæru efnahagslífi er útgáfa European Aluminium, samtaka áliðnaðar í Evrópu, um endurvinnsluiðnaðinn í Evrópu, en þar gegnir ál veigamiklu hlutverki. Hér má lesa skýrsluna í íslenskri útgáfu.

Hið nýja virðisaukandi fyrirtæki Alcoa hlýtur nafnið Arconic

Alcoa tilkynnti í dag nafn, merki og einkunnarorð á þeim hluta fyrirtækisins sem mun í haust taka við virðisaukandi framleiðslu Alcoa.

Að hugsa í annaðhvort eða...

„Eitt af einkennum þjóðmálaumræðunnar er að fólki hættir til að hugsa í annaðhvort eða...“ Þannig hefst endahnútspistill Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls á baksíðu Viðskiptablaðsins.

Sölubann í verslunum næsta skref?

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rio Tinto á Íslandi, er að von­um óánægður með niður­stöðu Fé­lags­dóms um að verk­fall megi hefjast í ál­ver­inu í Straums­vík á miðnætti.„Ég hygg að at­vinnu­lífið standi frammi fyr­ir ansi fjöl­breyttri flóru ný­stár­legra verk­falla,“ segir hann í viðtali á Mbl.is.

Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir í viðtali á Vísi.is að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni.

ISAL er langt yfir „íslenskum launum“

Ólafur Teitur Guðnason skrifar svargrein í Fréttablaðið vegna kjaradeilunnar í Straumsvík.

Óvenjulegt áhugamál venjulegs fólks

Í bókinni Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu lýsa Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson ferð um 20 lönd Mið-Asíu á 147 dögum. Högni er vélstjóri með viðskiptafræðimenntun og starfar hjá Alcoa Fjarðaáli, en Unnur myndlistarmaður og kennari. Fjallað er um bókina í Morgunblaðinu.

Að sitja við sama borð

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, skrifar grein um kjaraviðræður í álverinu í Straumsvík. Þar kemur m.a. fram að þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali.

Af Kúludalsá og Matvælastofnun

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar svargrein um veikindi hrossa á Kúludalsá, þar sem fram kemur að niðurstöður dýralækna gefi „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“

Af jólakveðjum í útvarpinu

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls svarar gagnrýni Landverndar á jólakveðjur Norðuráls á öldum ljósvakans. Þar kemur m.a. fram að álver á Íslandi hafa dregið úr kolefnislosun á hvert framleitt tonn um 75% frá árinu 1990.

Nú eru tímamót

„Nú eru tímamót!“ er yfirskrift áramótakveðju Samáls. Þar er fagnað þeim árangri sem náðist á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsmál í París. Og undirstrikað að ál hefur hlutverki að gegna í baráttunni við losun.

Hefur álverið í Straumsvík sérstöðu?

Álverið í Straumsvík var forsenda Brúrfellsvirkjunar, sem bætti verulega aðgang almennings að rafmagni, en fram að því hafði því verið skammtað í Reykjavík. Finnur Magnússon lögmaður skrifar um stöðu álversins í Straumsvík í Morgunblaðið.

Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann

Skip úr áli eru framtíðin hér á landi ef marka má niðurstöður íslensks ráðgjafahóps, sem Vísir fjallarum. Þannig verða þau léttari og eyða minni orku. Norsk umhverfisverfisverndarsamtök hvetja til þess að norski ferjuflotinn verði rafvæddur og ferjurnar verði úr áli.

Er Grýla útlensk?

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar grein í Norðurljós, blað Norðuráls, um viðhorf til alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi.

Umhverfismál í nýju fréttabréfi Samáls

Í tilefni af loftslagsráðstefnunni í París er fjallað um umhverfismál í nýju fréttabréfi Samáls. Þá er hægt að skoða myndskeið sem fjalla m.a. um eiginleika álsins og endurvinnslu. Og loks er umfjöllun um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðar.

Vill leysa kjaradeiluna við starfsmenn

Rio Tinto Alcan á Íslandi ætlar ekki að loka álverinu í Straumsvík, heldur leysa kjaradeiluna við starfsmenn. Rannveig Rist segir það skýlausa kröfu að hagræðing náist með verktöku. Hér má lesa umfjöllun RÚV og horfa á viðtal við Rannveigu í Kastljósi.

Horft til framtíðar í Straumsvík

„Þau eru ný­bú­in með sex­tíu millj­arða fjár­fest­ing­ar­verk­efni. Í því fólst að auka bæði fram­leiðslu og fara yfir í virðis­meiri og flókn­ari afurðir. Það bend­ir ekk­ert til ann­ars en að menn séu að horfa til framtíðar í Straums­vík,“ seg­ir Pét­ur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í samtali við Mbl.is.

Höml­ur án hliðstæðu hér á landi

Kjara­deila starfs­manna ál­vers Rio Tinto í Straums­vík snýst um þá staðreynd að ISAL sit­ur ekki við sama borð og önn­ur fyr­ir­tæki hvað varðar mögu­leika á úti­vist­un verk­efna. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Rann­veig­ar Rist­ar, for­stjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti

Eft­ir ár­ang­ur­laus­an fund í kjara­deilu starfs­manna ál­vers­ins í Straums­vík er út­lit fyr­ir að verk­fall hefj­ist á miðnætti í kvöld. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess,“ segir Ólafur Teitur Guðnason í samtali við Vísi.is.

Tæki 4-6 ár að fá nýja kaupendur að raforkunni

Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni ef álverinu í Straumsvík yrði lokað. Þetta segir sérfræðingur um orkumarkaðinn í fréttum Stöðvar 2.

Kjaradeila gæti leitt til lokunar álvers

Kjaradeila álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík og starfsmanna þess er í hörðum hnút og vinnustöðvun hefur verið boðuð eftir rúma viku. Fjallað var um málið í Kastljósi.

Lokun álversins hefði mikil áhrif

Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist í samtali við Vísi.is hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu.

Hættumerki

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gerir stöðu áliðnaðar að umfjöllunarefni sínu í Morgunblaðinu, framsýnina þegar ný atvinnustarfsemi skaut rótum hér á landi og mikilvægi þess að samkeppnishæfni íslensks orkuiðnaðar haldist.

Átta tímar laði konur að

Alcoa Fjarðaál mun á næstunni ráða tugi starfsmanna, flesta í framleiðslu, en einnig til þess að sinna iðnaðarstörfum.

Endurvinna og endurnýta 99,8%

Álver Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði gæti mögulega verið umhverfisvænasta álver heims, segir í fréttaskýringu Morgunblaðsins. Hrein og endurnýjanleg orka er notuð við framleiðsluna, allar aukaafurðir endurunnar og hönnun álversins þannig að umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki.

Gætum framleitt rafbíla úr innlendu áli

"Við gætum smíðað okkar eigin rafbíla með innlendu áli," segir Gísli Gíslason í samtali við RÚV, en hann stýrir rafbílafyrirtækinu Even. "Við gætum gert þetta hratt, losað okkur við mengandi bíla á fáum árum."

Erfitt að velja á milli Íslands og Kasakstans

„Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls,“ var yfirskrift doktorsvarnar Rauan Meirbekova í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku, en doktorsverkefnið vann hún í samvinnu við Alcoa Fjarðaál. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu um helgina.

Raforkusala til stórnotenda skert um 3,5%

Útlit fyrir að raforkusala Landsvirkjunar til stórnotenda verði skert um 3,5% á komandi vetri. Það er þriðja árið í röð sem álver þurfa að grípa til skerðingar hér á landi vegna orkuskorts.

Ein af forsendum álvers brestur

Hugmyndir stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að loka hluta sumars sjúkrasviði og bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað vekur hörð viðbrögð. Forstjóri Alcoa á Íslandi segir að við það myndi ein forsenda þess að álver var reist við Reyðarfjörð bresta.

Pönnukökupannan gengur í endurnýjun lífdaga

Fyrir fáeinum árum voru íslenskir hönnuðir fengnir til þess að endurhanna pönnukökupönnurnar sem framleiddar eru af Málmsteypunni Hellu. Nýtt skaft varð til í fimm ólíkum útgáfum. Allt í tilefni af Hönnunarmars. Hér má sjá innslag í Landanum um sköftin og þetta merkilega fyrirtæki Hellu.