Fréttir

Áskoranir knýja á um lausnir í loftslagsmálum

Það eru sannarlega áskoranir framundan í áliðnaði á heimsvísu, enda er verkefnið risavaxið að ná fram kolefnishlutleysi – algjör umbylting í framleiðsluferlum með nýjum tæknilausnum sem enn eru í þróun. Pétur Blöndal skrifar grein í Viðskiptablaðið.

Einar Þorsteinsson nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls

Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa.

Loftslagsvandinn aflgjafi nýrrar iðnbyltingar

Hvað sem líður niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Glasgow má öllum ljóst vera að straumþunginn er mikill í loftslagsmálum. Þörf er nýrrar iðnbyltingar. Pétur Blöndal skrifar grein í Morgunblaðið.

Norð­ur­ál fær græn­a fjár­mögn­un hjá Ari­on bank­a fyr­ir 16 millj­arð­a fjár­fest­ing­a­verk­efn­i

ulltrúar Norðuráls og Arion banka hafa skrifað undir samning um græna fjármögnun á nýrri framleiðslulínu í steypuskála Norðuráls á Grundartanga.

Álver nýtir tækni Carbfix í fyrsta sinn

Rio Tinto og Carbfix hafa tekið saman höndum um að fanga kolefni frá álveri ISAL við Straumsvík og binda það varanlega sem steindir í bergi í grennd við álverið. Er þetta í fyrsta sinn sem álver beitir Carbfix tækninni við föngun kolefnis.

Viðtalsþáttur Samáls um áliðnað og loftslagsmál

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls ræðir við Guðbjörgu Óskarsdóttur framkvæmdastjóra Álklasans og Guðrúnu Sævarsdóttur prófessor við NTNU og dósent við HR um áliðnað og loftslagsmál.

Ávinningur fyrir reksturinn að setja jafnréttismál í forgrunn

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi var með áhugavert erindi á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar 14. október undir yfirskriftinni Jafnrétti bætir árangur.

15 milljarða fjárfesting í steypuskála

Jesse Gary, nýr for­stjóri Cent­ury Alum­in­um, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að það munu kosta um 15 millj­arða að reisa skál­ann. Mark­miðið sé að sækja enn meiri verðmæti í afurðirn­ar

Kosningafundur SI í beinni útsendingu frá Norðurljósum

Kosningafundur SI með forystufólki stjórnmálaflokkanna verður í beinni útsendingu frá Norðurljósum í Hörpu í dag miðvikudaginn 8. september kl. 13.00-15.00.

Af álveri og losun

Nokkrar umræður hafa spunnist um álver og losun eftir að fram kom að framlag Íslands til loftslagsmála væri meira með einu álveri en allri loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Pétur Blöndal skrifar í Fréttablaðið.

Ál er ekki það sama og ál

Ísland er í sérstakri stöðu í hópi örfárra landa þar sem raforka er nær eingöngu framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, enda er losun koldíoxíðs vegna álvinnslu hvergi minni en á Íslandi.

Sækjum tækifærin saman - opinn fundur um uppbyggingu í grænum orkusæknum iðnaði

Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins efna til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu og í beinu streymi fimmtudaginn 24. júní kl. 14.00-15.00.

Staðbundið háskólanám á Austurlandi í fyrsta sinn

Stefnt er að því að á næsta ári verði í fyrsta sinn hægt að stunda staðbundið háskólanám á Austurlandi. Háskólinn í Reykjavík ætlar strax í haust að bjóða undirbúningsnám fyrir háskólastig í fjórðungnum.

Því fleiri stoðir, því meiri viðnámsþróttur

Það sýnir sig aftur og aftur að ekki er nóg að stoðir íslensks efnahagslífs séu traustar heldur skiptir fjöldi þeirra máli. Pétur Blöndal skrifar í Morgunblaðið.

Sóknarfæri í loftslagsmálum

Sóknarfæri í loftslagsmálum er yfirskrift greinar Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls í Viðskiptablaðinu, þar sem komið er inn á hækkandi álverð og tækifæri til fjárfestinga í kolefnislágri tækni. Greinin er skrifuð í aðdraganda ársfundar Samáls 11. maí.

ISAL hlýtur ASI vottun fyrir sjálfbæra framleiðslu

ISAL hefur hefur hlotið ASI vottun (Alumininum Stewardship Initiative) og stenst þar með hæstu alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til sjálfbærrar framleiðslu áls. ASI eru alþjóðleg samtök um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu í áliðnaði.

Hvað er að frétta af súrefnisspúandi álverum

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík hélt áhugaverðan fyrirlestur um súrefnisspúandi álver í dag. Hér má hlýða á erindið.

Hvatningarviðurkenningar veittar á Nýsköpunarmóti Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið þriðjudaginn 16. mars í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík. Að mótinu standa Álklasinn, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök iðnaðarins og Samál.

Tækifæri í loftslagsmálum

Það var fróðlegt að heyra Tor Arne Berg forstjóra Fjarðaáls bera saman rekstrarumhverfi álvera hér á landi og í Noregi á Iðnþingi. Pétur Blöndal skrifar grein í Morgunblaðið.

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í HR þriðjudaginn 16. mars

Nýsköpunarmót Álklasans fer fram í beinu streymi þriðjudaginn 16. mars kl. 14.00-15.30 frá Háskólanum í Reykjavík.

Ekki má sofna á verðinum

Ekkert lát er á eftirspurn áls í heiminum. Nú þegar hagkerfi heimsins taka við sér á ný sér merki þess þegar á álverði, sem er um tæplega 30% hærra en á sama tíma í fyrra. Og jákvæð tíðindi tíðindi bárust frá Straumsvík með orkusamningi Isal og Landsvirkjunar.

Trúnaði aflétt af samningum Norðuráls við Landsvirkjun

Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Norðurál tekur nú annað skref sitt í opinberun langtímasamninga, en á dögunum birti fyrirtækið raforkusamning sinn við Orkuveitu Reykjavíkur.

Meðalstyrkur flúors lágur samkvæmt rannsókn á styrk flúors í beinum hrossa á Íslandi

Rannsókn á styrk flúors í beinum hrossa á Íslandi liggur nú fyrir, en hún var unnin skv. samningi milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfisstofnunar. Meðalstyrkur flúors í hrossum hér á landi er lágur og öll sýni undir viðmiðunargildum.

Gunnar Guðlaugsson stýrir öllum álverum Century á heimsvísu

Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, mun stýra álverum Century Aluminum í Evrópu og Norður Ameríku og verður Gauti Höskuldsson aðstoðarforstjóri. Sigrún Helgadóttir verður framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga.

Segir nýjan kjarasamning bæta jafnvægi vinnu og einkalífs

Tor Arne Berg, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, kveðst ánægður með að nýr kjarasamningur hafi í dag verið undirritaður milli Fjarðaáls og AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands.

Norðurál selur 150.000 tonn af áli til Austurríkis með eitt lægsta kolefnisspor í heiminum

Norðurál hefur gengið frá sölusamningi af Natur‐Al áli yfir fimm ára tímabil til Hammerer Aluminium Industries.

Trúnaði aflétt af orkusamningi Norðuráls og Orkuveitu Reykjavíkur

Orkusölusamningur Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið birtur í heild sinni á vefsíðu Norðuráls í samræmi við samkomulag milli fyrirtækjanna tveggja um að aflétta trúnaði af langtímasamningum.

Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi og álið fer til endurvinnslu

Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Ál er kjörið efni í hringrásarhagkerfinu, því það má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum.

Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið

Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins.

Hvatn­ing til að leita út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann - Ari Eldjárn fær bjartsýnisverðlaunin

Grín­ist­inn Ari Eld­járn seg­ir að Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­in sem hann hlaut í gær hvetji hann til að leita út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og halda áfram að sinna ný­sköp­un. Isal er bakhjarl verðlaunanna.

Góðu fréttirnar eru þær að eftirspurn áls fer áfram vaxandi

Hér má lesa svar framkvæmdastjóra Samáls við fyrirspurn Viðskiptamoggans um hvaða breytingar hann vildi sjá á nýju ári til þess að bæta rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni álvera.

Samkeppnishæfni, störf og verðmætasköpun

Árið hefur verið viðburðaríkt og krefjandi í áliðnaði. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls stiklar á stóru í áramótagrein í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins.

Áfram óvissa um samkeppnishæfni orkusækins iðnaðar

Samál, samtök álframleiðenda á Íslandi, fagna frumkvæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að skýrslu um samkeppnishæfni orkusækins iðnaðar með tilliti til raforkuverðs. Samál bendir þó á að ýmsum spurningum er ósvarað.

Norðurál óskar eftir að trúnaði um orkusamninga verði aflétt

Norðurál óskar eftir að trúnaði um orkusamninga verði aflétt og telur að ný skýrsla Fraunhofer staðfesti að núverandi verðstefna sé ósamkeppnishæf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Norðuráli.

Horft til framtíðar í orkustefnu

Uppbygging innviða og þekkingar skapar tækifæri til framtíðar. Á þeim grunni er orkustefnan reist Þórdís Kolbrún Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra á frumkvæði að og gengur samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eins og rauður þráður í gegnum stefnuna.

Samþykktu kjarasamning með miklum meirihluta

Félagsmenn í verkalýðsfélögunum Hlíf og VR samþykktu nýjan kjarasamning við Rio Tinto í Straumsvík með ríflega 90 prósentum atkvæða. Hér má lesa frétt RÚV.

Norðurál óskar íhlutunar Samkeppniseftirlitsins vegna verðlagningar Landsvirkjunar á skammtímamarkaði

Norðurál hefur sent erindi til Samkeppniseftirlitsins, þar sem óskað er íhlutunar vegna þess sem Norðurál telur vera misnotkun Landsvirkjunar á markaðsráðandi stöðu á skammtímamarkaði með raforku.

Af samkeppnishæfni álframleiðslu í Evrópu

Ál er á lista ESB yfir hráefni sem eru mikilvæg „græna samkomulaginu“ sem felur í sér að Evrópa verði kolefnishlutlaus árið 2050. En til þess að álframleiðsla í Evrópu eigi sér sjálfbæra framtíð til langs tíma, þarf að tryggja samkeppnishæfnina.

Háskólaútibú á Austurlandi verður að veruleika

Um helgina undirritaði menntamálaráðherra, starfssamning um undirbúning stofnunar háskólaútibús og kennslu á háskólastigi á Austurlandi, verður námið sérsniðið að iðnfyrirtækjum á svæðinu, fiskvinnslu og álveri.

Álverðstenging hefur gefist vel

Forstjóri Norðuráls telur álverðstengingu hagfellda og vill semja upp á nýtt til lengri tíma. Hyggst þá fjárfesta fyrir 14 milljarða í nýjum steypuskála. Gunnar Guðlaugsson er í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Boðar fjárfestingu upp á 14 milljarða fáist nýr raforkusamningur

Forstjóri Norðuráls boðar fjárfestingu upp á 14 milljarða fáist nýr langtímasamningur hjá Landsvirkjun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali við Gunnar Guðlaugsson í Fréttablaðinu í dag.

Sprotinn DTE fær 760 millj­ón­a fjár­mögn­un - stefnt að því að semja við álver hér á landi og erlendis

Kan­ad­ísk­ur vís­i­sjóð­ur og Brunn­ur leggj­a sprot­an­um til fé. DTE grein­ir fljót­and­i málm­sýn­i í raun­tím­a. Engum hef­ur áður tek­ist að þróa sam­bær­i­leg­a lausn en marg­ir reynt. DTE mun nýta fjár­magn­ið til að hefj­a fram­leiðsl­u á tækj­a­bún­að­i og sölu á þjón­ust­unn­i.

Ekki er kyn þó keraldið leki

Það átta sig fæstir á því að þegar orkuverð hér á landi er borið saman við orkuverð á meginlandinu, þá verður að taka með í reikninginn ýmsar ívilnanir og hagræði sem stóriðja býr þar við. Pistill Péturs Blöndals í Fréttablaðinu.

Tryggja þarf samkeppnishæft rekstrarumhverfi orkuiðnaðar á Íslandi

Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði í íslenskri álframleiðslu á árinu 2019 skilaði greinin 213 milljörðum í útflutningstekjur, þar af nam innlendur kostnaður um 91 milljarði. Pétur Blöndal skrifar um afkomu áliðnaðar í Morgunblaðið.

Tímamót í álframleiðslu

Öflugir grunnatvinnuvegir eru næringarríkasta gróðurmoldin fyrir nýsköpun. En til þess þarf rekstrarumhverfið að vera sjálfbært og samkeppnishæft. Þar er verk að vinna. Hér má lesa pistil Péturs Blöndals í Viðskiptablaðinu.

Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir íslensku álverin eins og lítil þorp þar sem um tvö þúsund manns starfa í fjölbreyttum störfum. Hann er í spjalli á Visir.is.

Efniviður í tunglferðir

Tunglferðir, endurvinnsla og könnun á áli í hvunndagslífi fólks ber á góma í grein sem Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, skrifar í Morgunblaðið.

Treysta þarf samkeppnisstöðu íslensks áliðnaðar

Nauðsynleg forsenda fyrir því að orkusækinn iðnaður blómgist áfram á Íslandi er að rekstrarskilyrðin séu samkeppnishæf. Tvö af þremur álverum á Íslandi starfa ekki af fullum afköstum og hafa vísað til þess að verð orkunnar sé ósamkeppnishæft.

Álverin í miklum vanda

Íslenskur áliðnaður hefur sjaldan verið í jafn þröngri stöðu, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Álverð fellur og samhliða hefur skapast mikið offramboð vegna mikillar röskunar á iðnaði.

Óvissa um eft­ir­spurn eft­ir áli

Veirufar­ald­ur­inn hef­ur gríðarleg áhrif á markaði fyr­ir álaf­urðir ál­ver­anna. Eft­ir­spurn, einkum bíla­fram­leiðenda, hef­ur hríðfallið.