Fréttir

Ekki hættir við álver í Helguvík

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa fullan hug á að kanna hvort ekki sé hægt að afla nægilegrar orku fyrir álver.

Álverð hækkar og eftirspurn eykst

Heilbrigðan vöxt í eftirspurn eftir áli má rekja til álbyltingar í bílaframleiðslu, en ál léttir bílana, minnkar eldsneytisnotkun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls var í viðtali í Morgunblaðinu.

Vel heppnað Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í dag fyrir fullum hátíðarsal í Háskóla Íslands. Flutt voru erindi og örkynningar um rannsóknir og nýsköpun í Álklasanum, hugmyndagátt var hleypt af stokkunum og afhjúpuð álgrind í fyrsta raðframleidda íslenska bílnum.

Nýsköpunarmót Álklasans á fimmtudag í Háskóla Íslands

Margt fróðlegra erinda verður flutt á Nýsköpunarmóti Álklasans í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. febrúar. Þá verða örkynningar um rannsóknar- og nýsköpunarverkefni. Hleypt verður af stokkunum hugmyndagátt og afhjúpað íslenskt farartæki.

Alcoa Fjarðaál valið menntafyrirtæki ársins

Alcoa Fjarðaál var valið menntafyrirtæki ársins 2017. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls tók við menntaverðlaunum atvinnulífsins frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.

Færðum okkur yfir í virðismeiri vörur

Norðurál hefur verið að færa sig yfir í virðismeiri vörur og afurðir, m.a. álblöndur fyrir bílaiðnaðinn. Þetta kemur fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson forstjóra Norðuráls í Viðskiptablaðinu í tilefni af því að Norðurál varð í 9. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2016.

Skipulegt umbótastarf í umhverfismálum skilar árangri

Lean and Green er yfirskrift ráðstefnu Samtaka iðnaðarins og Manino um umhverfismál sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 23. janúar kl. 8.30-12.30 í stofum M215 og M216. Á meðal fyrirlesara verður Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls.

Af kolum og vatnsafli, Íslandi og Kína

Það er mikilvægt fordæmi, að ríki Evrópu og þar með talið Ísland hafi tekið frumkvæði í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að koma á samevrópsku kvótakerfi losunarheimilda fyrir atvinnulífið. Pétur Blöndal skrifar pistil á Mbl.is.

Árið sem kolefnislágt ál fékk samkeppnisforskot

Eitt af því sem stendur upp úr á árinu er krafa stjórnvalda og almennings, einkum á Vesturlöndum, um kolefnislágar afurðir. Þar er sóknarfæri fyrir íslenskan orkuiðnað. Þannig hefst grein sem Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar í Áramót, tímarit sem gefið er út af Viðskiptablaðinu.

Munur á mengun og losun og í hvaða tilgangi kol eru notuð

Ágústa Ólafsdóttir verkefnastjóri eldsneytis og vistvænnar orku hjá Orkustofnun skýrði muninn á mengun og losun í viðtali á Bylgjunni. Þá ræddi hún m.a. um mismunandi notkun kola, þ.e. orkunotkun og notkun í efnafræðilegu ferli í framleiðslu.

Samtakamáttur þjóða í loftslagsmálum

Fyrir árið 2020 er lagt upp með að losun gróðurhúsalofttegunda frá atvinnugreinum sem heyra undir ETS viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir verði 21% minni en árið 2005 og fyrir árið 2030 er gert ráð fyrir að hún verði 43% minni. Þetta kemur í pistli Péturs Blöndals í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Alcoa kynnir SUSTANA álvörur: framleiddar með lágmarks kolefnalosun og úr endurunnu efni

Nýja framleiðslulínan felst í tveimur vöruflokkum, ECOLUM™ og ECODURA™ og er vel til þess fallin að mæta kröfum viðskiptavina um vörur úr áli sem falla að sjálfbærnisjónarmiðum. Framleiðslulínan byggir á langtíma stefnu Alcoa um sjálfbæra þróun.

Er Grýla útlensk?

Pétur Blöndal framkvæmdatjóri Samáls skrifar grein í Norðurljós, blað Norðuráls, um fólk sem gerir grýlu úr fyrirtækjum með erlent eignarhald. Slíkur hugsunarháttur gengur þvert á þróunina í heiminum, sem verður stöðugt opnari með þróaðri samskiptaleiðum.

Úrskurðað í máli HS orku og Norðuráls

HS orku ber ekki að standa við ákvæði raforkusamnings við Norðurál vegna álvers í Helguvík, samkvæmt úrskurði Alþjóðlegs gerðardóms. Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls segir niðurstöðuna vonbrigði, en að kannað verði „hvort mögulegt sé að afla orku til verkefnisins í Helguvík eftir öðrum leiðum“.

Álumbúðir minnka kolefnisfótspor

„Við erum búin að taka ákvörðun um það sem samfélag að búa til ál,“ segir Garðar Eyjólfsson LHÍ í viðtali á RÚV. Hann leggur til að farið verði í rannsóknir til að tengja ál inn í kerfin í samfélaginu og því fundið aðrar birtingarmyndir og form. Bryndís Skúladóttir SI segir álumbúðir minnka kolefnisfótspor.

Norðurál á meðal hæstu skattgreiðenda

Norðurál er á meðal hæstu skattgreiðenda landsins samkvæmt álagningu Ríkisskattstjóra með yfir 2 milljarða, en inni í þeirri tölu eru ekki gjöld til sveitarfélaga, s.s. hafnargjöld eða fasteignagjöld. Einungis sjö fyrirtæki greiða hærri skatta og eitt sveitarfélag, þ.e. Reykjavíkurborg.

Íslensk umhverfismál í alþjóðlegu samhengi

Í grein Guðrúnar Sævarsdóttur forseta tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík kemur fram að álframleiðsla á Íslandi spari heimsbyggðinni losun upp á 11,6 milljónir tonna af koltvísýringi ár hvert og sé sennilega jákvæðasta framlag Íslands til loftslagsmála í dag.

Stofnsetning Alcoa Corporation sem sjálfstæðs forystufyrirtækis á sviði báxít-, súráls- og álafurða

Rekstur Alcoa Corporation nær yfir alla álvirðiskeðjuna. Eignasafnið er í stakk búið til að færa sér eftirspurn eftir áli um allan heim í nyt og viðhalda samkeppnisstöðu sinni við sveiflur á mörkuðum. Viðskipti eru hafin í Kauphöllinni í New York (NYSE) undir heitinu „AA“.

ESA segir nýjan raforkusamning gerðan á markaðskjörum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að endurnýjun samnings Norðuráls við Landsvirkjun um kaup á raforku feli ekki í sér ríkisaðstoð þar sem hann sé gerður á markaðskjörum.

Er almenningur að greiða niður raforku fyrir áliðnaðinn?

Því hefur verið haldið fram að íslenskur almenningur niðurgreiði raforkuverð til stóriðju. En því er í raun öfugt farið. Tekjur orkufyrirtækja eru um 20% hærri af uppsettu afli til stóriðju en til annarra fyrirtækja og stofnana, þar með talið almennings. Hér er það skýrt í stuttu máli.

Allt um ál og endurvinnslu

Fróðlegt er að horfa á myndband Evrópsku álsamtakanna um áldósir og endurvinnslu þeirra. Þar kemur m.a. fram að 70 dósir þarf til framleiðslu á pönnu, 37 til framleiðslu á dæmigerðri ítalskri espressokönnu og 700 til framleiðslu á reiðhjóli.

Létting bílaflotans skilar fólki lengra með minni losun

Eftir að sögulegt samkomulag náðist um COP21, þá þurfa evrópskir bílaframleiðendur að hafa sig alla við til að standa undir markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hagkvæmum hætti. Ef notkun áls fer upp í 200 kíló í hverri bifreið, dregur það úr losun CO2 um 16 grömm á km.

Ál í arkitektúr - í átt að sjálfbærum borgum

Ál í arkitektúr er til umfjöllunar í nýrri útgáfu World Aluminium og er farið yfir markverðar byggingar sem reistar voru allt frá 1895 til 1986, en þar á meðal eru Empire State, höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í NY og höfuðstöðvar Unesco í París.

Hvers vegna stýra konur ekki fleiri stórfyrirtækjum?

Hvers vegna stýra konur ekki fleiri stórfyrirtækjum? Ruth Elvarsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Alcoa-Fjarðaáli er ein sex kvenna sem svara þessari spurningu í Frjálsri verslun í júní sl., en það tölublað er helgað 100 áhrifamestu konum á Íslandi árið 2016.

Yfirlýsing vegna skatta og gjalda Fjarðaáls

Fjarðaál hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um skatta- og vaxtagreiðslur fyrirtækisins. Þar kemur m.a. fram að vextir Fjarðaáls af lánum Alcoa eru ákveðnir af þriðja aðila og voru að meðaltali 0,92% árið 2014 og 2,41% í fyrra. Hér má lesa yfirlýsingu Fjarðaáls.

Landsvirkjun og Norðurál framlengja rafmagnssamning

Lands­virkj­un og Norðurál Grund­ar­tangi ehf. hafa undirritað samkomulag um að fram­lengja raf­magns­samn­ing fyr­ir­tækj­anna fyr­ir 161 MW. End­ur­nýjaður samn­ing­ur er tengd­ur við markaðsverð raf­orku á Nord Pool raf­orku­markaðnum og kem­ur það í stað ál­verðsteng­ing­ar í gild­andi samn­ingi.

Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro

Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Eftirspurn þrefaldast til ársins 2020

Eftirspurn eftir áli í bílaframleiðslu í Norður-Ameríku þrefaldast samkvæmt spám CRU og fer úr 330 þúsund tonnum árið 2015 í ríflega milljón tonn árið 2020. Í Aluminium Insider kemur fram að hvatinn felist í léttingu bílaflotans, sem dregur úr eldsneytisbrennslu og losun gróðurhúsalofttegunda.

Ársfundur, staða áliðnaðar, háskólanám, orka og kókdósir í fréttabréfi Samáls

Nýtt fréttabréf Samáls komið út um vel sóttan ársfund og það sem bar á góma þar, svo sem stöðu og horfur í áliðnaði, framtíðarsýn náms á háskólastigi, samkeppnishæfni orkuiðnaðar og kókdósir með landsliðsmönnum! Hér má lesa fréttabréfið.

Ísland með hæsta hlutdeild endurnýjanlegrar orku í Evrópu

Ríflega 70% allrar orku sem notuð er á Íslandi telst sem endurnýjanleg og því er Ísland með hæsta hlutdeild í Evrópu, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins og Orkustofnunar. Hér má lesa fréttina.

Framtíðarverkefni Álklasans með litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun en þar fór Guðbjörg H. Óskarsdóttir klasastjóri yfir þau verkefni sem klasinn hefur verið að vinna að síðustu 11 mánuði síðan hann var stofnaður í júní 2015. Hér má lesa viðtal við hana sem birtist á vefsíðu Viðskiptablaðsins.

Grunnstoð í efnahagslífinu – fjölmennt á ársfundi Samáls 2016

Íslensk álver keyptu vörur og þjónustu fyrir um 30 milljarða í fyrra af hundruðum íslenskra fyrirtækja. Álverin framleiddu rúm 858 þúsund tonn af áli og álafurðum og alls námu útflutningsverðmætin um 237 milljörðum.

Álrafhlöður í bíla og síma

l mun spila stórt hlutverk í þróun rafhlaðna á næstu árum. Þetta sagði Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Alcoa Fjarðaáls, á ársfundi Samáls á miðvikudaginn. Trausti Hafliðason skrifaði frétt fyrir Viðskiptablaðið.

Notuðu ál úr göml­um flug­véla­flök­um

Þegar Málm­steyp­an Hella var stofnuð voru við lýði það ströng inn­flutn­ings­höft að not­ast var við brota­málm úr flug­véla­flök­um frá stríðsár­un­um. Það var eina fáanlega álið. Nú er álið keypt frá Norðuráli og notað ál endurunnið. Rætt er við Grét­ar Má Þor­valds­son­ á Mbl.is.

Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur

Ársfundur Samáls, samtaka álfyrirtækja, fór fram í vikunni. Sigurður Már Jónsson blaðamaður sem starfar sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar reifar nokkrar tölur sem fram komu á ársfundinum í pistli á Mbl.is undir yfirskriftinni: Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur.

Innlend útgjöld álvera á Íslandi um 92 milljarðar

Innlend út­gjöld ál­vera á Íslandi námu um 92 millj­örðum í fyrra. Þá voru útflutningstekjur áls 237 milljarðar eða um 38% af vöruútflutningi þjóðarinnar. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Þórs Ásmundssonar stjórnarformanns Samáls á ársfundi Samáls í morgun, en fjallað var um það á Mbl.is.

Hækkun álverðs mun taka nokkur ár

Kelly Driscoll, sér­fræðing­ur hjá greiningarfyrirtækinu CRU, seg­ir í samtali við Morgunblaðið áliðnaðinn í lægð um þess­ar mund­ir en verðið muni hækka um allt að 60% eft­ir nokk­ur ár. Heims­fram­leiðsla hef­ur auk­ist um 27,5% síðan árið 2011, en meðal­fram­leiðslu­kostnaður lækkað um fjórðung.

Grunnstoð í efnahagslífinu - Ársfundur Samáls 18. maí

Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 18. maí næstkomandi. Boðið verður upp á morgunverð frá 8:00, en fundurinn hefst 8:30. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Fundinum lýkur 10:00 og verður þá boðið upp á kaffi og pönnukökur - af pönnum frá Málmsteypunni Hellu.

Bylting í orkumálum

Ný tegund rafhlaða getur valdið byltingu í orkumálum. Dr. Rauan Meirbekova hjá Háskólanum í Reykjavík hélt erindi um rafhlöður úr fljótandi málmum á einni af fjórum málstofum í HR um efnisverkfræði. Hér má lesa viðtal Ásgeirs Ingvarssonar við hana úr Morgunblaðinu.

Alcoa styrkir uppbyggingu náms í efnisfræði og málmfræði

Á málstofu sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík (HR) fimmtudaginn 7. apríl, afhenti Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls skólanum styrk til áframhaldandi eflingar rannsókna og kennslu í efnisverkfræði og málmfræði á háskólastigi.

Fjölbreytt flóra fyrirtækja í Álklasanum

Eitt af meginmarkmiðum Álklasans er að stuðla að aukinni nýsköpun og eru öflugar rannsóknir og þróun á þessu sviði því mikilvægar. Guðbjörg Óskarsdóttir klasastjóri Álklasans og efnaverkfræðingur hjá NMÍ er í viðtali í Vélabrögðum, tímariti nemenda í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ.

Bætt nýting affallsefna frá áliðnaði í þætti Ara Trausta

Áhugaverð umfjöllun hjá Ara Trausta í þættinum Maðurinn og umhverfið. Í fyrsta þættinum tók hann fyrir um umhverfismál og nýsköpunarverkefni tengd betri nýtingu affallsefna frá áliðnaði. Hér má sjá þáttinn.

Miðlunartillaga samþykkt í Straumsvík

Starfs­menn ál­vers Rio Tinto í Straums­vík fá 12,7% launa­hækk­un og aft­ur­virk­ar launa­hækk­an­ir í formi 490 þúsund króna ein­greiðslu. Þá munu laun hækka í sam­ræmi við SALEK-sam­komu­lagið til árs­loka 2018 og síðan um tvö pró­sent í árs­byrj­un 2019. Samn­ing­ur­inn gild­ir fram á vor 2019.

Vilji til að breyta umhverfisvöktun

Vilji er hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga til að nálgast umhverfisvöktun fyrirtækjanna á annan hátt til að auka traust á þeim mælingum sem þarf að gera. Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar vegna fyrirtækjanna á fimmtudag.

Áskoranir í efnisfræði - ál, orka og umhverfi

Málstofa um efnisfræði í sjálfbærri álframleiðslu verður haldin fimmtudaginn 7. apríl kl. 9 í stofu M209. Málstofan er liður í eflingu efnisfræði og efnisverkfræði sem fræðigreina hér á landi.

Styttri vaktir og fjölskylduvænna álver

Með því að stilla vinnutíma í hóf og stytta vaktir má gera vinnustaði fjölskylduvænni og búa til störf sem henta báðum foreldrum. Þetta kom fram í fréttum RÚV í samtölum við tvo starfsmenn Alcoa Fjarðaáls, sem stytti nýlega vaktir úr 12 tímum í 8 og við það komu fleiri konur til starfa í álverinu.

Áfram ÍSAL

Hinn 28. mars, á annan í páskum, verða 50 ár liðin síðan skrifað var undir aðalsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse um byggingu áliðjuvers í Straumsvík. Hjörtur Torfason lögfræðingur skrifar aðsenda grein á þeim tímamótum í Morgunblaðið.

Áskoranir í álframleiðslu

Blikur eru á lofti í álframleiðslu á heimsvísu og margvíslegar áskoranir sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir. Tækifærin eru þó að sama skapi til staðar, segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, í samtali við Morgunblaðið.

Mikil tækifæri í umhverfismálum

Umhverfismálum var gert hátt undir höfði á Iðnþinginu þar sem þau Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri Carbon Recycling International, tóku til máls. Ágúst Torfi Hauksson, Magnús Þór Ásmundsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir ræddu grænar lausnir, áskoranir og tækifæri í umhverfismálum.

Raf­magnið dygði Manchester­borg

Á dag­inn stýr­ir Eyrún Linn­et raf­veitu sem gæti séð Manchester­borg eða Mong­ól­íu fyr­ir raf­magni í ál­ver­inu í Straums­vík. Eft­ir vinnu saum­ar hún þjóðbún­inga. Rætt er við Eyrúnu í stuttu innslagi á Mbl.is í nýrri þáttaröð um Fagfólkið.