Hönnun og endurvinnsla í forgrunni á ársfundi Samáls

Sjálfboðaliðar á vegum Fjarðaáls taka til hendinni

Hópur sjálfboðaliða á vegum Fjarðaáls, yfir 70 manns, tók sig saman um síðustu helgi til að vinna að endurbótum á íþróttasvæði Þróttar í Neskaupstað.

Léttum byrðarnar – Vegvísir að minni losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu 2050

Í mars 2011 gaf Evrópusambandið út „Vegvísi að samkeppnishæfu, kolefnislágu hagkerfi 2050.“ Af því tilefni gáfu Evrópusamtök álframleiðenda út sambærilegan vegvísi fyrir áliðnað er ber nafnið „Léttum byrðarnar“. Samál hefur nú gefið þennan bækling út hér á landi.

Fjarðaál fagnar fimm ára afmæli

Á þessum fimm árum hafa starfsmenn fyrirtækisins framleitt um 1,6 milljónir tonna af áli og nemur útflutningsverðmæti þess um 400 milljörðum króna.

Nýr Range Rover nær hálfu tonni léttari vegna aukinnar álnotkunar

Nýr Range Rover verður kynntur til sögunnar á bílasýningunni í París í næsta mánuði. Yfirbygging bílsins verður nær öll úr áli auk þess sem álið verður einnig áberandi í undirvagni hans.

Tveir þriðju hlutar áldósa í Evrópu endurunnar árið 2010

Sparar losun 2,5 milljóna tonna af gróðurhúsalofttegundum árlega.

Samfélagssjóður Alcoa styrkir Íslendinga til náms í þjóðgarðafræðum

Samfélagssjóður Alcoa veitir rúmum 19 milljónum króna til verkefnsins en alls fara fjórtán manns héðan til Bandaríkjanna af þessu tilefni.

Útflutningstekjur Fjarðaáls 95 milljarðar króna á síðasta ári

Á árinu urðu um 35% af útflutningstekjum Fjarðaáls eftir í landinu, eða um 33 milljarðar króna, m.a. í formi launa, opinberra gjalda, innkaupa frá innlendum birgjum á vöru og þjónustu og samfélagsstyrkja.

Sjálfbærniskýrsla ISAL fyrir árið 2011

Sjálfbærniskýrsla ISAL fyrir árið 2011 er komin út.

Innlend útgjöld áliðnaðar 94 milljarðar á síðasta ári

Verðmæti álframleiðslu á árinu 2011 var liðlega 230 milljarðar króna og samkvæmt hagtölum nam útflutningur á áli um 40% af heildarverðmæti útflutningsvara.

Mikil tækifæri í tengslum við áliðnað á Íslandi

Tækifæri eru til að auka verðmæti núverandi framleiðslu með breytingum í átt að virðisaukandi starfsemi.

Íslensk álver í fararbroddi í umhverfismálum

,,Álið léttir byrðirnar“ var yfirskrift ársfundar Samáls sem fram fór í gær, en frammistaða íslensku álveranna í umhverfismálum hefur vakið athygli á heimsvísu.

Notkun áls samgöngutæki sparar 70 milljónir tonna af útblæstri árlega

Ál má endurvinna aftur og aftur. Þannig er áætlað að um 75% af áli sem framleitt hefur verið frá upphafi sé enn í notkun. Endurvinnsluhlutfallið í Evrópu er meira en 90%.

4,2 milljónum króna úthlutað úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan

Sjóðnum bárust alls 60 umsóknir og hlutu 12 verkefni styrk.

Framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 90 milljarðar á ári

Beint og óbeint framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu er um 90 milljarðar á ári samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Samál, samtök álframleiðenda, um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins.

Álverð hefur hækkað um rúmlega 11% frá áramótun

Álverð hefur nú hækkað um liðlega 11% frá áramótum. Er þetta nokkur viðsnúningur frá þróun á síðari hluta ársins 2011 en álverð lækkaði umtalsvert síðustu mánuði ársins.

Alcan á Íslandi í hópi framúrskarandi fyrirtækja

Alcan á Íslandi er í öðru sæti á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2011, samkvæmt greiningu CreditInfo.

Alcoa lokar þremur álverum í Evrópu

Alcoa tilkynnti í dag áform um að minnka álframleiðslu sína í Evrópu um 240 þúsund tonn, eða sem nemur um 5% af heildarframleiðslu fyrirtækisins. Hyggst félagið loka varanlega álveri sínu í Portovesme á Ítalíu auk þess að draga tímabundið úr framleiðslu í tveimur álverum á Spáni.

Alcoa dregur úr álframleiðslu í Bandaríkjunum

Í ljósi aðstæðna á álmörkuðum heimsins og lækkandi álverðs hefur Alcoa tilkynnt að dregið verði úr heildarframleiðslu áls um tólf prósent, eða um sem nemur 531 þúsund tonni á ári.

Nýir forstjórar hjá Alcoa Fjarðaáli og Alcoa á Íslandi

Janne Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðin forstjóri Fjarðaáls frá og með 1. janúar 2012 í stað Tómasar Más Sigurðssonar, sem hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa í Evrópu með aðsetri í Genf. Jafnframt hefur Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og skautsmiðju hjá Fjarðaáli, tekið við starfi forstjóra Alcoa á Íslandi í stað Tómasar Más Sigurðssonar.

Stóriðjuskóli Norðuráls settur í fyrsta sinn

Norðurál rekur skólann í samstarfi við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og Símenntunarmiðstöð Vesturlands.

Forsendur fyrir lífskjarasókn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði forsendur fyrir lífskjarasókn í áramótaávarpi sínu. "Og úflutningsgreinarnar, sjávarútvegur og áliðnaður, hafa ekki síður lagt til þess góða hagvaxtar sem hér hefur verið á liðnu ári," bætti hún við.

Tómas Már Sigurðsson ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við stöðu forstjóra Alcoa í Evrópu og álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa í Evrópu þann 1. janúar 2012. Tómas Már tekur við stöðunni af Marcos Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Suður Ameríku. Síðar verður tilkynnt hver tekur við af Tómasi sem forstjóri Fjarðaáls.

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju VI

Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna.

Orkusölusamningur Norðuráls og HS Orku dæmdur gildur

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur Norðuráls og HS Orku sé í fullu gildi, og að HS Orka sé skuldbundin til að afhenda Norðuráli þá raforku sem samningurinn tilgreinir í samræmi við skilmála hans.

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju V

Á liðnum áratug hefur handbært fé Landsvirkjunar frá rekstri fjórfaldast í bandaríkjadölum.... Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar undangengin tíu ár hefur verið liðlega 18% að jafnaði í bandaríkjadölum. Grein eftir Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samáls, um arðsemi raforkusölu til stóriðju. Birtist í Fréttablaðinu í desember 2011. Fimmta grein af sex.

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju IV

Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein eftir Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samáls, um arðsemi raforkusölu til stóriðju. Birtist í Fréttablaðinu í desember 2011. Fjórða grein af sex.

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju III

Á undanförnum áratug eða svo hefur raforkuverð til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum. Á sama tíma hefur raforkuverð til almennings lækkað um 10% í bandaríkjadölum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein eftir Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samáls. Birtist í Fréttablaðinu í desember 2011. Þriðja grein af sex.

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju II

Á árabilinu 2001 til 2010 hefur eigið fé Landsvirkjunar í bandaríkjadölum liðlega fjórfaldast. Þar hefur ekki komið til nein hlutafjáraukning af hálfu eigenda fyrirtækisins heldur hefur fyrirtækið þvert á móti greitt 45 milljónir bandaríkjadala í arð til eigenda sinna á sama tíma. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein eftir Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samáls. Birtist í Fréttablaðinu í desember 2011. Önnur greina af sex.

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju

Á árabilinu 2001 til 2008 liðlega fjórfaldaðist eigið fé Landsvirkjunar, óx úr 37 milljörðum króna í 166 milljarða. Á sama tíma helmingaðist eigið fé íslenskra fyrirtækja, annarra en fjármálafyrirtækja, veitufyrirtækja og stóriðju. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein eftir Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samáls. Birtist í Fréttablaðinu í desember 2011. Fyrsta grein af sex.

Er raforkuverð til stóriðju lágt hér á landi?

Raforkuverð til stóriðju hér á landi er umtalsvert hærra en meðalraforkuverð í nýjum álversframkvæmdum þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Í fimmtu grein Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samáls, í Fréttablaðinu um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um raforkuverð til stóriðju í alþjóðlegu samhengi.

Forstjóri Alcoa Fjarðaáls meðal fremstu kvenstjórnenda ársins

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum.

Stjórnvöld falla frá kolefnisskatti

Samtök atvinnulífsins, Samál, og fulltrúar helstu fyrirtækja sem ætlað var að greiða kolefnisgjald af föstu kolefni áttu í dag fund með fjármálaráðherra og fulltrúum iðnaðarráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins.

Stjórnvöld grafi ekki undan samkeppnisstöðu áliðnaðar

Samtök álframleiðenda á Íslandi lýsa undrun sinni á ummælum Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, í fréttum um kolefnisskatta og íslenskan iðnað.

Samál mótmælir harðlega áformum um kolefnisgjald

Samtök álframleiðenda á Íslandi hafa mótmælt harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um álagningu kolefnisgjalds sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga. Samtökin hafa bent á að hvergi annars staðar tíðkast slík álagning í áliðnaði og áform stjórnvalda gangi þvert á markmið viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir, ETS, sem Ísland er aðili að. Hafa samtökin sent Efnahags- og viðskiptanefnd umsögn vegna þessa þar sem stjórnvöld eru hvött til að standa við gerða samninga og hverfa frá þessum áformum.

Risavaxnir spennar á land í Straumsvík

Um síðustu helgi tók álverið í Straumsvík á móti fjórum afriðlaspennum og tveimur aðalspennum, sem eru þeir afkastamestu á landinu eftir því sem næst verður komist.

6% vöxtur í álframleiðslu á þessu ári

Vöxturinn drifinn áfram af aukinni eftirspurn frá bíla- og flugiðnaði.

Arðsöm raforkusala til stóriðju

Arðsemi íslenskra raforkufyrirtækja hefur aukist á undanförnum árum samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Fjórða grein Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samáls, í Fréttablaðinu um vægi áliðnaðar á Íslandi. Hér er fjallað um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar.

Álver eru engin skyndilausn

Rekstur álvera hér á landi skilar til langframa mun meira til þjóðarbúsins en bygging þeirra. Í þriðju grein Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samáls, um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi.

Klasamyndun í áliðnaði

Mikilli uppbyggingu áliðnaðar hér á landi hefur fylgt mikil uppbygging í tengdum stoð- og þjónustugreinum. Önnur grein Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samáls, í Fréttablaðinu um vægi áliðnaðar á Íslandi. Fjallað er um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein á Íslandi.

Áliðnaður vanmetinn grunnatvinnuvegur

Fyrsta grein Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóra Samáls, af fimm í Fréttablaðinu um áliðnað og vægi hans í þjóðarbúskapnum. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum.

Lífseig en röng söguskýring um stóriðju og efnahagshrunið

Fjárfestingar í stóriðju á árunum 2004-2007, sem nú skila mikilvægum útflutningstekjum, eru dropi í hafið miðað við ævintýralegt fjáraustur í fjármálakerfinu og skammsýni í ríkisfjármálum. Grein Þorsteins Víglundssonar framkvæmdastjóra Samáls í Morgunblaðinu þar sem farið er yfir áhrif fjárfestinga í stóriðju í aðdraganda hrunsins.

Áliðnaður og umhverfismál – Rangfærslur leiðréttar

Staðreyndin er sú að áliðnaður hefur ýmislegt gott til umhverfismála að leggja. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samáls svarar greinum um báxítvinnslu og umhverfisáhrif hennar í Fréttablaðinu.

Samtök álframleiðenda tekin til starfa

Íslenskur áliðnaður í fararbroddi hvað umhverfismál varðar og meirihluti landsmanna er hlynntur áliðnaði. Þetta er á meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þegar tilkynnt var að Samtök álframleiðenda væru tekin til starfa.

Áliðnaður skilar bæði verðmætum og nýsköpun

Áliðnaðurinn verður áfram mikilvægur hluti af efnhagslífi okkar og mun skila bæði verðmætum og nýsköpun. Þetta er á meðal þess sem fram kom í erindi Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra á kynningu Samtaka álframleiðenda í Listasafni Sigurjóns 18. nóvember 2010.

Rannsókn á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjanaframkvæmda á Austurlandi

Þetta er lokaskýrsla verkefnis sem sett var af stað samhliða framkvæmdum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls á Austurlandi. Þar kemur meðal annars fram að íbúum á miðsvæði framkvæmdanna fjölgaði um 22% árin 2002-2008. Þá hafði framkvæmdin nokkur áhrif á launastig í fjórðungnum en launatekjur hækkuðu marktækt meira á Austurlandi á árunum 2004-2008 en annars staðar á landinu auk þess sem meðaltekjur hafa verið hæstar á landsbyggðinni á Austurlandi frá árinu 2002.

Áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf

Skýrsla þessi er unnin af Hagfræðistofnun fyrir Iðnaðarráðuneytið. Hún hefur að geyma fjölmargar gagnlegar upplýsingar um þjóðhagsleg áhrif stóriðju hér á landi. Þar kemur meðal annars fram að flest bendi til þess að þjóðhagslega hagkvæmt sé að ráðast í framkvæmdir við stóriðju á næstu árum og að þrátt fyrir að hlutfallslegt umfang stóriðju hafi vaxið á síðustu árum, hafi hún enn jafnandi áhrif á hagsveiflur.

Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

Skýrslan er unnin af starfshópi á vegum umhverfisráðuneytisins. Þar er farið yfir mögulegar aðgerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að losun gróðurhúsalofttegunda frá álverum á Íslandi hefur aukist mun minna en sem nemur aukinni framleiðslu. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn minnkað um 75% frá 1990.