02. janúar 2018
Margrét Örnólfsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli frá ISAL í Straumsvík og milljón króna í verðlaunafé.