02. desember 2015
Hömlur án hliðstæðu hér á landi
Kjaradeila starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útivistun verkefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Rannveigar Ristar, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi.