24. október 2016			
	
		Eru ferðamennska og áliðnaður ekki andstæður?
Bent hefur verið á að ferðamannaiðnaðurinn hefur þrefaldast frá 2003, þegar framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust. Víða um heim er jákvætt viðhorf til orkuuppbyggingar á Íslandi og hafa rannsóknir leitt í ljós að ferðamenn hafa meiri áhuga á Íslandi vegna endurnýjanlegra orkugjafa sem hér eru notaðir.  Álver hafa lagt ýmsum verkefnum á sviði ferðamála lið og þau hafa markvisst styrkt grunnþjónustu á landsbyggðinni sem nýtist ferðaþjónustunni. 
			