13. janúar 2021
Hversu margir hafa atvinnu af áliðnaði?
Um 1.500 manns störfuðu hjá álverum á Íslandi árið 2021 og um 409 voru í föstu starfi á vegum verktaka- og þjónustufyrirtækja á álverssvæðum. Samkvæmt Hagfræðistofnun má reikna með að um 5 þúsund manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti, en það eru rúm 2,6% starfandi fólks í landinu. Álver á Íslandi kaupa vörur og þjónustu fyrir um 35 milljarða á ári af hundruðum fyrirtækja, sem nota fjármunina til að stórum hluta til að greiða starfsmönnum laun.