29. maí 2025
Ráðherra lofar stuðningi við álframleiðslu
Álframleiðsla og samkeppnishæfni iðnaðarins á Íslandi voru í brennidepli á ársfundi Samáls sem haldinn var á Hilton Nordica þann 27. maí sl. Þar lýsti Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra yfir eindregnum stuðningi við íslenska álframleiðslu sem hluta af grænni framtíðarsýn fyrir hagkerfið.