Starfsfólk ISAL er þeirra helsta auðlind
Starfsfólk ISAL er þeirra helsta auðlind

Samfélagsskýrsla og grænt bókhald ISAL 2023

 

ISAL framleiddi á árinu 2023 tæplega 220 þúsund tonn af áli til útflutnings, þar af 250 vörutegundir sem fara til 55 viðskiptavina. Þannig er virði framleiðslunnar meira en ef  einungis um frumframleiðslu áls væri að ræða.

Hjá ISAL starfa 370 manns með ólíkan bakgrunn, en þar innandyra er mikil fjölbreytni og gríðarleg þekking enda eru margir starfsmenn ISAl með mjög langan starfsaldur. Þar er enda starfsmannavelta lítil sem segir talsverða sögu um kjör og aðbúnað starfsfólks. 

Allar afurðir ISAL fara inn í framleiðsluferla hjá viðskiptavinum sem stuðla að aukinni sjálfbærni. Öll framleiðsla ISAL er flokkunartæk.

Loftlagsmál eru forgangsmál hjá ISAL og stefnir fyrirtækið að kolefnishlutleysi árið 2040.  ISAL er m.a. í samstarfi við Carbfix að kanna fýsileika þess að fanga CO2 frá kerskálum.

Samfélagsskýrslu ISAL má nálgast HÉR

Sjá einnig